Skerðing lífeyris eins og eignaupptaka! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. júlí 2016 07:00 Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga en ekki skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir, þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina. Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaupptaka. Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga eru nákvæmlega eins og ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem ríkið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi. En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka, ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“. Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Þakka skyldi þeim. Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra það háan, að hann dugi til framfærslu. Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu. Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri. Þó er ekki unnt að lifa af honum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er 207 þúsund krónur á mánuði en í hjónabandi er lífeyrir 185 þúsund krónur, eftir skatt. Geta einhverjir aðrir lifað af þessari hungurlús? Ég held ekki. En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afnema þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar, að svo yrði gert. Við það á að standa. Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð án þess að standa við þau. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks kom almannatryggingunum á fót 1946 fór það ekki á milli mála fyrir hverja almannatryggingarnar áttu að vera. Tekið var skýrt fram, að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til efnahags og stéttar. Þær áttu ekki að vera fátækraframfærsla. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir kom það skýrt fram, að þeir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga en ekki skerða almannatryggingar eins og gerist í dag. Ef það hefði legið fyrir, þá hefðu launamenn á Íslandi ekki greitt i lífeyrissjóðina. Ég hef sagt það áður, að skerðing lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er eins og eignaupptaka. Áhrifin af þessari gífurlegu skerðingu ríkisins á lífeyri almannatrygginga eru nákvæmlega eins og ríkið væri að gera upptækan hluta lífeyris eldri borgara í lífeyrissjóðum. Það er líkast því sem ríkið sé að taka hluta lífeyrisins ófrjálsri hendi. En þegar ríkið er búið að leika þann leik árum saman að taka hluta lífeyris eldri borgara reglulega traustataki, kemur ríkisstjórnin fram nú og segist ætla að skila hluta af þessu til baka, ætla að hætta að taka svona mikið af okkur „ófrjálsri hendi“. Og þá eigum við eldri borgarar að falla fram og þakka fyrir, að við fáum að halda örlitlu meira af þvi, sem við eigum. Þakka skyldi þeim. Verkefni ríkisstjórnarinnar númer eitt er að hafa lífeyri aldraðra það háan, að hann dugi til framfærslu. Ríkisstjórnin svíkst um það. Hún hækkar ekki lífeyrinn um eina krónu. Hún leggur fram tillögur um óbreyttan lífeyri. Þó er ekki unnt að lifa af honum. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er 207 þúsund krónur á mánuði en í hjónabandi er lífeyrir 185 þúsund krónur, eftir skatt. Geta einhverjir aðrir lifað af þessari hungurlús? Ég held ekki. En verkefni ríkisstjórnarinnar númer tvö er að afnema tekjutengingarnar, afnema skerðingar með öllu. Það á ekki að draga úr þeim; það á að afnema þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lofaði eldri borgurum því fyrir síðustu kosningar, að svo yrði gert. Við það á að standa. Stjórnmálamenn geta ekki gefið stór kosningaloforð án þess að standa við þau. Sá tími á að vera liðinn á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar