Klámvædd poppmenning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2016 12:30 Elísabet Birta Sveinsdóttir sýnir verkið Köld nánd í kvöld. Vísir/Hanna Markmiðið er að tæla heiminn með sviðsettri nánd við áhorfandann en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveðinn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Markmiðið er að tæla heiminn með sviðsettri nánd við áhorfandann en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveðinn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira