Enski boltinn

Aðeins annað félagið hélt trúnaði um kaupverðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ross McCormack er kominn til Aston Villa.
Ross McCormack er kominn til Aston Villa. Vísir/Getty
Skoski landsliðsmaðurinn Ross McCormack gekk í morgun formlega til liðs við Aston Villa frá Fulham og eins og venja er var tilkynnt um félagaskiptin á Twitter-síðum beggja liða.

Eins og sjá má hér fyrir neðan var kaupverðið sagt trúnaðarmál á Twitter-síðu Fulham en hjá Aston Villa var tilkynnt að Skotinn hafi verið keyptur fyrir tólf milljónir punda.

McCormack er næstdýrasti leikmaður Villa frá upphafi en aðeins Darren Bent var dýrari þegar hann kom frá Sunderland fyrir átján milljónir punda árið 2011.

„Hann hefur verið duglegur að skora hvar sem hann hefur spilað og við teljum að hann sé mikilvæg viðbót við leikmannahóp okkar,“ sagði Roberto di Matteo, stjóri Aston Villa sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×