Menning

Fá lofsamlega dóma í New York Times

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Karl að gera góða hluti.
Gunnar Karl að gera góða hluti.
Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður flutti í byrjun árs til New York til þess að opna veitingarstaðinn Agern ásamt hinum danska frumkvöðli og sjónvarpsmanni Claus Meyer.

Agern opnaði snemma vors og hefur farið vel af stað.  Í forsíðuumfjöllun fjallar blaðamaður New York Times, Pete Wells, um veitingastaðinn og fer hann lofsamlegum orðum um staðinn. 

„Ég er einstaklega stoltur og hamingjusamur með samstarfsfólk mitt,“ segir Gunnar um þessa umfjöllun.

Agern er hluti af 460 fermetra matarmarkað í Grand Central Terminal. Pete segir meðal annars í greininni: „Frá opnun hefur Agern tekist að gera lestarstöðina og veitingahúsaflóruna í New York mun áhugaverðari.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×