Enski boltinn

Sakho féll á læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sakho hefur glímt við meiðsli síðustu árin hjá West Ham.
Sakho hefur glímt við meiðsli síðustu árin hjá West Ham. Vísir/Getty
West Brom hefur hætt við kaup á sóknarmanninum Diafra Sakho eftir að leikmaðurinn gekkst undir læknisskoðun í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vef BBC.

West Brom og West Ham voru búin að ná samkomulagi um að kaupverð upp á fimmtán milljónir punda eða rúmlega 2,3 milljarða króna. Sakho hefði orðið dýrasti leikmaðurinn í sögu West Brom ef kaupin hefðu gengið í gegn.

Sakho hefur skorað fimmtán mörk í 44 leikjum með West Ham síðustu tvö tímabilin en mátt glíma við erfið meiðsli á þeim tíma.

Áhugi West Brom á Sakho gáfu til kynna að félagið væri reiðubúið að selja Saido Berahino sem hefur verið orðaður við Stoke.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×