Fjölskylduferð til Tyrklands Valgarður Reynisson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Á dögunum skrapp ég til Tyrklands með eiginkonu og tveimur ungum börnum. Það var skyndiákvörðun þar sem ferðaskrifstofan Nazar bauð upp á ódýrar ferðir sökum minnkandi aðsóknar. Vinir mínir kölluðu mig „ofurhuga“ fyrir að þora þessu og ömmurnar voru nokkuð áhyggjufullar. Ég ákvað hinsvegar að nýta mér tölfræðina til að komast að niðurstöðu. Fjöldi ferðamanna í Tyrklandi er yfir 30 milljónir á ári. Miðað við fjölda ferðamanna sem hafa látist í Tyrklandi síðastliðið ár voru líkurnar á að við kæmumst aftur lifandi heim meiri en 99,99%. Ég er ekki meiri ofurhugi en það. Einhver nefndi við mig að það væri siðferðislega rangt að nýta sér hryðjuverk og stríðsástand til þess að komast ódýrt til sólarlanda. Það þóttu mér ágætis rök þar til ég áttaði mig á eftirfarandi: Ferðamannaiðnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum Tyrklands. Samdrátturinn í ár hefur verið 30-40% og gæti orðið enn meiri þegar árið er úti. Fækkun ferðamanna leiðir til atvinnuleysis og fátæktar sem er prýðisgóður jarðvegur fyrir reiði og öfgafull viðhorf af ýmsum toga. Þannig verður til vítahringur þar sem átök fækka ferðamönnum og fækkun ferðamanna leiðir til meiri átaka. Það var svo aðra nóttina okkar í Tyrklandi að ein amman hringdi dauðskelkuð í okkur og fullyrti að það væri valdarán, stríð og útgöngubann í Tyrklandi. Ég svaf ekki mikið þá nóttina, kalda rökhyggjan og tölfræðin virtist hafa gufað upp í tyrknesku sólinni. Við vorum reyndar óravegu frá átakasvæðunum og ekkert í okkar umhverfi gaf nokkra hættu til kynna. Ferðaskrifstofan og hótelstarfsfólk hélt okkur vel upplýstum. Þeir Tyrkir sem ég ræddi við virtust meira pirraðir á fíflalátunum í höfuðborginni en áhyggjufullir. Ég efast um að ég fari aftur til Tyrklands á næstunni. Hótelið var flott, ferðaskrifstofan stóð sig vel, veðrið var gott og verðið enn betra. Framtíðarhorfur Tyrklands fara hinsvegar hratt versnandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, ISIS, Kúrdar og einræðistilburðir Erdogans gera landið að tifandi tímasprengju. Það er samt ekki þess vegna sem ég sný ekki aftur. Þetta var bara svo skrambi langt ferðalag að þvælast í með tvö ung börn. En þið hin skulið endilega fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrapp ég til Tyrklands með eiginkonu og tveimur ungum börnum. Það var skyndiákvörðun þar sem ferðaskrifstofan Nazar bauð upp á ódýrar ferðir sökum minnkandi aðsóknar. Vinir mínir kölluðu mig „ofurhuga“ fyrir að þora þessu og ömmurnar voru nokkuð áhyggjufullar. Ég ákvað hinsvegar að nýta mér tölfræðina til að komast að niðurstöðu. Fjöldi ferðamanna í Tyrklandi er yfir 30 milljónir á ári. Miðað við fjölda ferðamanna sem hafa látist í Tyrklandi síðastliðið ár voru líkurnar á að við kæmumst aftur lifandi heim meiri en 99,99%. Ég er ekki meiri ofurhugi en það. Einhver nefndi við mig að það væri siðferðislega rangt að nýta sér hryðjuverk og stríðsástand til þess að komast ódýrt til sólarlanda. Það þóttu mér ágætis rök þar til ég áttaði mig á eftirfarandi: Ferðamannaiðnaðurinn er ein af undirstöðuatvinnugreinum Tyrklands. Samdrátturinn í ár hefur verið 30-40% og gæti orðið enn meiri þegar árið er úti. Fækkun ferðamanna leiðir til atvinnuleysis og fátæktar sem er prýðisgóður jarðvegur fyrir reiði og öfgafull viðhorf af ýmsum toga. Þannig verður til vítahringur þar sem átök fækka ferðamönnum og fækkun ferðamanna leiðir til meiri átaka. Það var svo aðra nóttina okkar í Tyrklandi að ein amman hringdi dauðskelkuð í okkur og fullyrti að það væri valdarán, stríð og útgöngubann í Tyrklandi. Ég svaf ekki mikið þá nóttina, kalda rökhyggjan og tölfræðin virtist hafa gufað upp í tyrknesku sólinni. Við vorum reyndar óravegu frá átakasvæðunum og ekkert í okkar umhverfi gaf nokkra hættu til kynna. Ferðaskrifstofan og hótelstarfsfólk hélt okkur vel upplýstum. Þeir Tyrkir sem ég ræddi við virtust meira pirraðir á fíflalátunum í höfuðborginni en áhyggjufullir. Ég efast um að ég fari aftur til Tyrklands á næstunni. Hótelið var flott, ferðaskrifstofan stóð sig vel, veðrið var gott og verðið enn betra. Framtíðarhorfur Tyrklands fara hinsvegar hratt versnandi. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi, ISIS, Kúrdar og einræðistilburðir Erdogans gera landið að tifandi tímasprengju. Það er samt ekki þess vegna sem ég sný ekki aftur. Þetta var bara svo skrambi langt ferðalag að þvælast í með tvö ung börn. En þið hin skulið endilega fara.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun