Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2016 10:00 Guðmundur og Wilbek meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega. Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega.
Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira