Wilbek: Nú veit ég hverjir eru vinir mínir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2016 10:00 Guðmundur og Wilbek meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega. Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Ulrik Wilbek, fyrrum landsliðsþjálfari Dana, varð uppvís af ótrúlegri hegðun á ÓL í Ríó er hann reyndi að láta reka Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara þó svo Guðmundur hefði unnið gullverðlaun með Dönum. Þetta mál endaði með því að Wilbek hætti að starfa fyrir danska handknattleikssambandið, þar sem hann var íþróttastjóri, enda varð algjör trúnaðarbrestur og ljóst að hann hefði ekki getað unnið með Guðmundi eftir það sem á undan var gengið.Sjá einnig: Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek „Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ég hef enn mikinn áhuga á handbolta. Mér þykir mjög vænt um handboltann í Danmörku og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró mig í hlé,“ segir Wilbek í löngu viðtali við DR í Danmörku en það viðtal verður birt í bútum næstu daga. Þar sem Wilbek er búinn í handboltanum í bili er hann farinn í stjórnmálin en hann reynir nú að verða borgarstjóri í Viborg þar sem hann er í miklum metum. Handboltinn hefur verið hluti af lífi Wilbek í 30 ár og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hætta á þessum forsendum.Sjá einnig: Wilbek hættur til að gefa Guðmundi vinnufrið „Þetta er búið að vera erfitt. Ég hef verið stoltur og ánægður í handboltanum í 30 ár. Ég hef líka lært mikið á þessum erfiðu tímum. Til að mynda hverjir eru raunverulegir vinir manns,“ segir Wilbek en hann vill ekki ræða nákvæmlega um hegðun sína á ÓL í Ríó.Wilbek er hann stýrði danska liðinu.vísir/getty„Það er fullt af fólki sem ég leit ekki endilega á sem vini mína sem hafa tjáð mér að það trúi ekki þeirri mynd sem fjölmiðlar hafa málað upp af þessu máli. Þetta fólk þakkar mér líka fyrir mitt framlag í handboltanum. Svo er til fólk sem ég taldi vera þakklátt en er það ekki.“ Þó svo Wilbek vilji ekki fara út í nein smáatriði með það sem sagt var um hann í sumar þá er ljóst að þessi lífsreynsla hefur tekið á hann.Sjá einnig: Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn „Þetta er búið að vera mjög óþægilegt. Sérstaklega út af öllum þessum samsæriskenningum. Þá hugsar maður „þetta er ekki það sem gerðist“. Fólk sem þekkir ekki málið kastar svo olíu á eldinn,“ segir Wilbek og bætir við að honum líði betur í dag. „Ég er samt ósáttur er fólk segir að ég fari í manninn en ekki í boltann. Ég verð reiður er ég heyri fólk halda því fram að ég hafi viljað fá landsliðsþjálfarastarfið aftur. Það er fjarri sannleikanum. Það sem hefur sært mig mest eru heimildir fjölmiðla sem eru ekki réttar. Ég veit ekki hvernig slíkt gerist. „Aðstoðarþjálfarar Guðmundar hafa hjálpað honum mikið og ég þurfti ekkert að skipta mér af þeim hluta eins og margir halda að ég hafi verið að gera. Í einkasamtölum kom ég samt með mínar uppástungur. Það var alveg eðlilegt,“ segir Wilbek en af hverju segir hann ekki bara hvað hafi nákvæmlega gerst í Ríó? „Það er ekki hægt. Ég á mína upplifun af því sem gerðist en aðrir upplifðu hlutina kannski öðruvísi. Kannski kemur að því einn daginn að hlutlaus maður segi hvernig þetta var nákvæmlega.
Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira