Erlent

Fimmtán námumenn látnir eftir námuslys í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Námuslys eru tíð í Kína. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Námuslys eru tíð í Kína. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Fimmtán námumenn fórust eftir að mikil gassprenging varð í kolanámu í kínversku borginni í suðurhluta landins í dag.

Átján námumanna er enn saknað að sögn kínverska ríkismiðlinum Zinhua.

35 starfsmenn voru í námunni þegar sprengingin varð. Tveir þeirra náðu að koma sér undan en 33 festust neðanjarðar.

Í frétt CNN segir að verið sé að rannsaka hvað olli sprengingunni.

Námuslys eru tíð í Kína. Þannig fórust tólf manns þegar gasleki varð í námu í Jilin-héraði í mars. Þá var fjórum bjargað eftir að hafa verið fastir í námu í 36 daga í janúar síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×