Erlent

Erdogan hyggst setja endurupptöku dauðarefsingar á dagskrá þingsins

Atli Ísleifsson skrifar
Dauðarefsing var afnumin í Tyrklandi árið 2004.
Dauðarefsing var afnumin í Tyrklandi árið 2004. Vísir/AFP
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að hann muni setja tillögu um endurupptöku dauðarefsingar í landinu á dagskrá tyrkneska þingsins.

Í grein Independent kemur fram að málið sé komið á dagskrá í kjölfar misheppnaðrar valdaránstilraunar í landinu í sumar.

„Ríkisstjórn okkar mun fara með tillöguna fyrir þingið,“ sagði Erdogan í ræðu sem hann flutti í höfuðborginni Ankara í dag.

„Ég er sannfærður um að þjóðþingið muni gefa grænt ljós, og eftir að það hefur verið tekið til meðferðar þar, mun ég skrifa undir,“ sagði Erdogan.

Dauðarefsing var afnumin í Tyrklandi árið 2004 í tengslum við aðildarumsókn Tyrklands að Evrópusambandinu. Dauðarefsingu hafði þá ekki verið beitt síðan 1984.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×