Liðsfélagi Rosberg, heimsmeistarinn Lewis Hamilton var annar á báðum æfingum. Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji á fyrri æfingunni.
Ferrari notaði fyrri æfinguna mikið til að kanna millihörðu dekkin. Liðið brenndi sig eftirminnilega á því að nota þau ekki í Ástralíu fyrir tæpum tveimur vikum.
Red Bull var í stuði, Daniel Ricciardo varð fjórði og Daniil Kvyat varð fimmti.
Stoffel Vandoorne tók þátt í æfingunni fyrir McLaren í fjarrveru Fernando Alonso. Vandoorne varð 18. tæpri sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Jenson Button sem varð 14.
Á seinni æfingunni stöðvaði Sebastian Vettel á Ferrari þegar 15 mínútur voru eftir. Vettel sagðist hafa mist afl. Orsökin var laust vinstra afturdekk.
Button varð þriðji á McLaren sem er með efsta móti fyrir McLaren þessi misserin. Vonandi nær þetta stórliða að fara að blanda sér aftur í baráttu þeirra bestu. Vandoorne náði framförum á milli æfinga og varð 11. á seinni æfingunni.
Bein útsending frá tíamtökunni hefst klukkan 14:50 á morgun og bein útsending frá keppninni í Bahrein hefst klukkan 14:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt yfirlit yfir tíma dagsins og yfirlitið uppfærist eftir sem líður á helgina.