Innlent

Borgarstjórn skorar á Alþingi að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tillagan var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í dag.
Tillagan var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í dag. VÍSIR/VILHELM
Borgarstjórn samþykkti í dag ályktunartillögu um að skora á Alþingi að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk. Tillagan var samþykkt einróma á fundi borgarstjórnar í dag.

Þá er einnig skorað á Alþingi að tryggja sveitarfélögum nægilegt fjármagn til verkefnisins og setja leiðbeinandi reglur um þjónustuna með jafnræði að markmiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Tillagan var svo hljóðandi:

„Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að lögfesta NPA, tryggja sveitarfélögum nægilegt fjármagn til að stuðla að fullnægjandi þjónustu og setja leiðbeinandi reglur um þjónustuna með jafnræði að markmiði. Hér er um að ræða þjónustu sem er fötluðu fólki ákaflega mikilvæg og byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Staðið hefur til síðan í lok árs 2014 að lögfesta NPA í kjölfar tilraunaverkefnis sem hófst árið 2011. Framlenging tilraunaverkefnisins rennur út um áramótin og ljóst að margir búa nú við óvissu sem nauðsynlegt er að bregðast við. Þess vegna skorar borgarstjórn á Alþingi að klára málið tafarlaust.“


Tengdar fréttir

Hefur beðið í fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð

34 gamall maður sem lamaður er fyrir neðan háls hefur beðið í rúm fimm ár eftir notentastýrðri persónulegri aðstoð eða NPA. Innleiðingarverkefnið NPA var sett af stað árið 2011 og átti að lögfesta þjónustuna árið 2014. Því var frestað til ársins 2016 en enn hefur þjónustan ekki verið lögfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×