Enski boltinn

Warnock líklegastur til að taka við Cardiff

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Warnock er af gamla skólanum.
Warnock er af gamla skólanum. vísir/epa
Samkvæmt heimildum Sky Sports verður Neil Warnock næsti knattspyrnustjóri Cardiff City.

Velska liðið rak Paul Trollope úr starfi knattspyrnustjóra í dag og er því í stjóraleit.

Cardiff hefur gengið skelfilega það sem af er tímabili og situr í næstneðsta sæti ensku B-deildarinnar eftir 11 umferðir.

Warnock, sem er 67 ára, er sannkallaður reynslubolti en hann starfað við þjálfun í hartnær fjóra áratugi. Ef hann tekur við Cardiff verður það fimmtánda félagið sem hann stýrir á stjóraferlinum.

Warnock var síðast við stjórnvölinn hjá Rotherham United. Hann hefur lengst af þjálfað í neðri deildunum á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×