Enski boltinn

Mourinho: Þú þarft ekki svar við þessari spurningu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þetta er bara annar leikur fyrir mér. Ég veit alveg hvaða þýðingu nágrannaslagir hafa, ég hef spilað slíka leiki út um allt.“

Þetta sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi sínum fyrir stórleikinn gegn Manchester City en brot af fundinum má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Ég vil alltaf hafa stjórn á tilfinningum mínum því fyrir mér þetta bara leikur á móti rosalega góðu liði. Ef við ætlum að vinna þennan leik þurfum við að spila eins og við best getum.“

Einn blaðamaður í salnum spurði Mourinho hvort það væru stjórarnir sem vinna svona leiki eða leikmennirnir. Hann fékk mikið hrós en ekkert svar.

„Þú ert að mínu mati einn besti blaðamaður á Englandi þannig þú þarft ekki svar við þessari spurningu,“ sagði Mourinho en blaðamaðurinn bað hann þá um að svara fyrir alla hina. „Allir hinir eru bara allir hinir. Mér er alveg sama um alla hina,“ sagði Mourino.

Um City sagði hann: „City er mjög gott lið. Það var mjög gott lið í fyrra og hefur verið það undanfarin ár og eiginlega síðan nýju eigendurnir tóku við. City er það sem það hefur verið síðan ég sneri aftur til Englands. Þetta er lið sem getur unnið titilinn.“


Tengdar fréttir

Dýrasti knattspyrnuleikur sögunnar

Nágrannaslagur Man. Utd og Man. City um helgina verður sögulegur að því leyti að liðin hafa aldrei mætt til leiks með eins dýra leikmenn. Það sem meira er þá mun þessi leikur slá öll met yfir dýr knattspyrnulið. Þetta verður dýrasti leikur sögunnar.

Claudio Bravo, ertu klár?

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United er klár í slaginn fyrir Manchester-slaginn á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×