Hreiðar Már og Magnús læstu sig inni þegar stefnuvottur mætti á Kvíabryggju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2016 15:00 Herbergi í fangelsinu að Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Hæstiréttur Íslands felldi á dögunum úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Vesturlands í máli Samtaka sparifjáreiganda gegn nokkrum af æðstu stjórnendum Kaupþings banka fyrir hrun. Samtök sparifjáreiganda kærðu úrskurð héraðsdóms þar sem máli þeirra gegn þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni, Ólafi Ólafssyni og Sigurði Einarssyni var vísað frá í dómi í júlí síðastliðnum á þeirri forsendu að málið hefði verið höfðað á röngu varnarþingi. Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands með stefnu þann 9. febrúar á þessu ári og var þess krafist af Samtökum sparifjáreiganda að fjórmenningarnir yrðu dæmdir óskipt til að greiða þeim rúmar 900 milljónir í skaðabætur. Samtök sparifjáreiganda höfðuðu málið fyrir Héraðsdómi Vesturlands á grundvelli þess að mennirnir hefðu fasta búsetu í því umdæmi en á þeim tíma afplánuðu þeir allir dóm í fangelsinu að Kvíabryggju. Krafist var af fjórmenningunum að málinu yrði vísað frá dómi þar sem dvöl í fangelsi sé ekki ígildi fastrar búsetu samkvæmt ákvæði í lögum um lögheimili nr.20/1990. Í ákvæðinu kemur fram að maður teljist hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína eða dvelst að jafnaði í tómstundum sínum. Á þetta féllst Héraðsdómur Vesturlands en hann taldi auk þess stefnu í málinu hafa verið ranglega birta. Engar skýringar hefðu verið gefnar á því hvers vegna fangaverðir tóku við stefnu þeirra Hreiðars, Magnúsar og Ólafs.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.Vísir/GVASamtök sparifjáreiganda lögðu fram bréf frá stefnuvotti um birtingu stefnunnar. Í bréfinu segir að stefnuvotturinn hafi gefið sig fram við tvo fangaverði þegar hann kom á Kvíabryggju þennan umrædda dag. Fangaverðirnir hafi haft samband við þá Hreiðar, Magnús, Ólaf og Sigurð og tjáð þeim að stefnuvotturinn biði þeirra á skrifstofu fangelsisins. Hafi Sigurður komið þangað og stefnan verið birt fyrir honum. Síðan hafi Ólafur komið, en sagt stefnuvottinum að nægilegt væri að birta fyrir fangaverði, sem hafi svo verið gert. Á hinn bóginn hafi þeir Hreiðar og Magnús hvorugur komið og fangavörður því fylgt stefnuvottinum í hús, þar sem þeir hafi verið vistaðir. Þegar þangað hafi verið komið hafi þeir Hreiðar og Magnús verið í herbergjum sínum og kom stefnuvotturinn þar að læstum dyrum. Þegar bankað var á dyr til að athuga með þá hafi þeir hvor fyrir sig kallað fram að þeir myndu ekki skrifa undir nokkuð. Að því er þá varðar hafi stefnan því verið birt þar fyrir fangaverði. Sagði Hæstiréttur í dómi sínum að í ljósi fyrirliggjandi gagna væru engin efni til að efast um að þeir Hreiðar, Magnús og Ólafur hafi ásamt Sigurði verið staddir á Kvíabryggju á birtingardegi stefnunnar. Yrði því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar að nýju. Í dag fer fram málflutningur í Hæstarétti í öðru máli tengdu Kaupþingi, svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli en þar eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason á meðal ákærðu.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Hæstiréttur Íslands felldi á dögunum úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Vesturlands í máli Samtaka sparifjáreiganda gegn nokkrum af æðstu stjórnendum Kaupþings banka fyrir hrun. Samtök sparifjáreiganda kærðu úrskurð héraðsdóms þar sem máli þeirra gegn þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni, Ólafi Ólafssyni og Sigurði Einarssyni var vísað frá í dómi í júlí síðastliðnum á þeirri forsendu að málið hefði verið höfðað á röngu varnarþingi. Málið var höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands með stefnu þann 9. febrúar á þessu ári og var þess krafist af Samtökum sparifjáreiganda að fjórmenningarnir yrðu dæmdir óskipt til að greiða þeim rúmar 900 milljónir í skaðabætur. Samtök sparifjáreiganda höfðuðu málið fyrir Héraðsdómi Vesturlands á grundvelli þess að mennirnir hefðu fasta búsetu í því umdæmi en á þeim tíma afplánuðu þeir allir dóm í fangelsinu að Kvíabryggju. Krafist var af fjórmenningunum að málinu yrði vísað frá dómi þar sem dvöl í fangelsi sé ekki ígildi fastrar búsetu samkvæmt ákvæði í lögum um lögheimili nr.20/1990. Í ákvæðinu kemur fram að maður teljist hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína eða dvelst að jafnaði í tómstundum sínum. Á þetta féllst Héraðsdómur Vesturlands en hann taldi auk þess stefnu í málinu hafa verið ranglega birta. Engar skýringar hefðu verið gefnar á því hvers vegna fangaverðir tóku við stefnu þeirra Hreiðars, Magnúsar og Ólafs.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.Vísir/GVASamtök sparifjáreiganda lögðu fram bréf frá stefnuvotti um birtingu stefnunnar. Í bréfinu segir að stefnuvotturinn hafi gefið sig fram við tvo fangaverði þegar hann kom á Kvíabryggju þennan umrædda dag. Fangaverðirnir hafi haft samband við þá Hreiðar, Magnús, Ólaf og Sigurð og tjáð þeim að stefnuvotturinn biði þeirra á skrifstofu fangelsisins. Hafi Sigurður komið þangað og stefnan verið birt fyrir honum. Síðan hafi Ólafur komið, en sagt stefnuvottinum að nægilegt væri að birta fyrir fangaverði, sem hafi svo verið gert. Á hinn bóginn hafi þeir Hreiðar og Magnús hvorugur komið og fangavörður því fylgt stefnuvottinum í hús, þar sem þeir hafi verið vistaðir. Þegar þangað hafi verið komið hafi þeir Hreiðar og Magnús verið í herbergjum sínum og kom stefnuvotturinn þar að læstum dyrum. Þegar bankað var á dyr til að athuga með þá hafi þeir hvor fyrir sig kallað fram að þeir myndu ekki skrifa undir nokkuð. Að því er þá varðar hafi stefnan því verið birt þar fyrir fangaverði. Sagði Hæstiréttur í dómi sínum að í ljósi fyrirliggjandi gagna væru engin efni til að efast um að þeir Hreiðar, Magnús og Ólafur hafi ásamt Sigurði verið staddir á Kvíabryggju á birtingardegi stefnunnar. Yrði því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar að nýju. Í dag fer fram málflutningur í Hæstarétti í öðru máli tengdu Kaupþingi, svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli en þar eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason á meðal ákærðu.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira