Taugaveikis-Mæja Stefán Pálsson skrifar 20. mars 2016 12:00 Mary Mellon, matselja, er enn í dag dregin fram þegar fjallað er um taugavelki Tvær skæðustu farsóttir Íslandssögunnar eru að öllum líkindum Plágan mikla sem braust út árið 1402 og Stórabóla sem skall á landsmönnum rúmum þremur öldum síðar, árið 1707. Mannfallið í faröldrunum var skelfilegt og samfélagslegu afleiðingarnar gríðarlegar. Svo merkilega vill til að í báðum tilvikum hefur koma drepsóttanna verið tengd nafngreindum einstaklingum. Gísli Bjarnason var Íslendingur sem búsettur var í Kaupmannahöfn þegar hann tók bólusótt og lést. Í kjölfarið var kista með eigum hans, þar með talið klæðnaði, send aftur til Íslands og var Stórabóla rakin til þess. Einar Herjólfsson var lánsamari – eða ólánsamari, eftir því hvernig á það er litið – því samkvæmt heimildum barst Plágan mikla til landsins með skipi hans, líklega frá Englandi. Annaðhvort hefur Einar sjálfur sloppið við smit eða verið í hópi þeirra sem lifðu sjúkdóminn af, í það minnsta sögðu annálar frá Rómargöngu hans fáeinum árum síðar og drápi hans í Vestur-Landeyjum árið 1412 – ef til vill af völdum einhvers sem kenndi sæfaranum um hörmungarnar? Margt við sögurnar af þeim Gísla og Einari er með ólíkindablæ og því varasamt að taka þær of alvarlega. Skilningur fólks fyrr á öldum á smitleiðum sjúkdóma var takmarkaður, en á sama hátt þarf ekki að koma á óvart þótt almenningur vildi finna blóraböggul. Eftir stendur að varla er hægt að hugsa sér ömurlegri örlög en að verða holdgervingur hræðilegs sjúkdóms og rata þannig í sögubækur lönguSótt þeirra fátæku Taugaveiki er háskalegur smitsjúkdómur sem berst með sýklum í vatni og matvælum. Hún er landlæg víða í þriðja heiminum, einkum í Afríku sunnan Sahara, á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Í Evrópu og Norður-Ameríku hefur hún einkum tengst takmarkaðri hreinlætisaðstöðu og miklu þéttbýli, til að mynda í fátækrahverfum stórborga á tímum iðnbyltingarinnar eða á stríðstímum. Þannig kostaði taugaveiki gríðarlegan fjölda hermanna lífið eða heilsuna í skotgrafahernaði fyrri heimsstyrjaldar og gat haft veruleg áhrif á gang hernaðarins. Fáir sjúkdómar hafa drepið jafn marga í gegnum tíðina og taugaveiki. Sumir fræðimenn hallast að því að einhver kunnasta farsótt sögunnar, plágan í Aþenu árið 430 f.Kr. sem dró þriðjung íbúanna til dauða sem og leiðtogann Períkles, hafi verið taugaveikifaraldur. Í því ljósi er enn nöturlegra að Mary Mallon sitji ein uppi með svartapétur. Mary Mallon fæddist árið 1869 í þorpinu Cookstown, sem í dag er hluti Norður-Írlands. Langt leiddir knattspyrnunirðir tengja þorpið e.t.v. helst við gamla Newcastle og Fulham-varnarjaxlinn Aaron Hughes og bókmenntafólk kveikir á því að þar skrifaði Jonathan Swift handritið að sögunni um Ferðir Gúllívers á fyrri hluta átjándu aldar. Fimmtán ára gömul fluttist Mary til Bandaríkjanna og hóf fljótlega að vinna fyrir sér sem kokkur. Hún var snjöll á sínu sviði og starfaði einkum fyrir efnafólk. Á árunum 1900 til 1907 vann Mary fyrir fjölda fólks víðs vegar í New York-ríki. Hún stoppaði stutt á hverjum stað, sem var í sjálfu sér ekkert óvenjulegt á tímum þar sem atvinnuöryggi fólks í þjónustustörfum var lítið. Þegar horft var til baka kom í ljós að á allnokkrum þessara heimila höfðu íbúar veikst vegna einhvers konar matareitrunar. Ómögulegt er að segja til um hvort Mary áttaði sig sjálf á samhenginu.Ráðgátan við Ostruflóa Árið 1906 starfaði Mary um skeið í Ostruflóa, sem var vinsæll sumardvalarstaður ríka og fína fólksins í New York. Teddy Roosevelt Bandaríkjaforseti átti þar heimili, auk annarra fyrirmenna. Vellríkur bankamaður, Charles Henry Warren að nafni, ætlaði að njóta sumarsins í bænum ásamt konu sinni og börnum, þegar sex fjölskyldumeðlimir veiktust. Læknar greindu ástæðuna taugaveiki. Þar sem taugaveiki var á þessum árum í hugum flestra bundin við ömurleg fátækrahverfi og sjúkdómur lágstétta, voru tíðindin reiðarslag fyrir eiganda hússins þar sem Warren-fjölskyldan dvaldist. Leigusalinn óttaðist að enginn fengist til að leigja sumarhúsið aftur nema skýring fengist á sóttinni. Hann leitaði því til „heilsuspæjara“, verkfræðingsins og heilbrigðisfulltrúans Georges Soper. Soper gekk vasklega til verks og rannsakaði húsið hátt og lágt, allt frá vatnslögnum til gróðursins í garðinum. Að lokum bárust böndin að Mary Mallon eða öllu heldur að ferskjuís sem hún hafði framreitt fyrir fjölskylduna. Í kjölfarið var Mary handtekin og neydd í ítarlega læknisskoðun. Niðurstöðurnar komu verulega á óvart. Mary reyndist bera sjúkdóminn, þrátt fyrir að hafa aldrei kennt sér meins. Hún var með öðrum orðum einkennalaus smitberi, fyrirbæri sem er í dag velþekkt í læknisfræðinni en var óþekkt fram að þessu. Heilbrigðisyfirvöld létu því setja hana í einangrun í kofaskrifli með engan annan félagsskap en einn hund næstu misserin.Fjölmiðlafár Fjölmiðlar drukku í sig fréttirnar af írska smitberanum, sem fljótlega fékk viðurnefnið Taugaveikis-Mæja (Typhoid Mary). Fátt selur dagblöð eins og ótti við hið óþekkta og hvað var skuggalegra en sakleysislegur innflytjandi sem skildi eftir sig slóð farsótta og tortímingar? Taugaveikis-Mæja brást illa við athyglinni og málatilbúnaðinum. Hún trúði aldrei greiningu læknanna og var sannfærð um að verið væri að skella á hana skuldinni að ósekju. Þá bætti ekki úr skák að hún hafði enga trú á þeirri kenningu að handþvottur skipti máli til að verjast bakteríum. Hún mótmælti harðlega frelsissviptingunni og barðist fyrir dómstólum. Enginn veit hvernig efnalítill kokkur gat greitt laun lögfræðinga sinna og er því talið fullvíst að blaðakóngurinn Randolph Hearst hafi borgað reikninginn, enda Taugaveikis-Mæja prýðileg uppspretta frétta fyrir fjölmiðlaveldi hans. Eftir mikið stapp féllust yfirvöld á að sleppa Taugaveikis-Mæju lausri árið 1910, gegn loforði um að hún sneri baki við eldamennsku. Hún breytti nafni sínu í Mary Brown og gerðist þvottakona. Þvottastarfið var hins vegar gríðarlega erfitt en á sama tíma einhver verst launaða vinna sem í boði var. Freistingin að leita aftur í kokkastarfið var því of mikil til lengdar. Árið 1915 braust út taugaveikifaraldur á sjúkrahúsi í New York, sem kostaði tvo sjúklinga lífið. Taugaveikis-Mæja, sem unnið hafði í eldhúsi spítalans, lét sig þegar hverfa en lögreglan hafði uppi á henni. Í þetta sinn var enga miskunn að fá hjá yfirvöldum og næstu tvo áratugina mátti Mary Mallon dúsa í einangrun á lítilli sjúkrahússeyju í samfélagi fólks sem dæmt hafði verið í sóttkví af ýmsum ástæðum.Fræg að endemum Taugaveikis-Mæja lést árið 1938 og var þá löngu orðin þjóðþekkt í Bandaríkjunum. Nafn hennar varð að hugtaki sem vísaði til allra leyndra smitbera. Myndir af henni og teikningar voru notaðar í auglýsingar þar sem hvatt var til hreinlætis og varkárni í meðhöndlun matvæla. Fjölmiðlar héldu áfram að gera sér mat úr sögu hennar og reyndu að grafa upp fleiri fórnarlömb úr fortíðinni og draga upp mynd af kaldrifjuðum morðingja. Aldrei tókst þó að tengja nema þrjú dauðsföll við eldamennsku Taugaveikis-Mæju, sem er í litlu samræmi við þá ógn sem nafni hennar er tengd. Þannig eru ekki nema fáein ár síðan gerð var um hana sjónvarpsmynd sem bar þann æsilega titil: „Háskalegasta konan í Bandaríkjunum“ (The Most Dangerous Woman in America). Ýmsir aðrir smitberar taugaveiki kostuðu fleiri mannslíf, en eru þó öllum gleymdir í sögunni. En svona er nú lífið ósanngjarnt. Spyrjið bara þá Gísla Bjarnason og Einar Herjólfsson. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tvær skæðustu farsóttir Íslandssögunnar eru að öllum líkindum Plágan mikla sem braust út árið 1402 og Stórabóla sem skall á landsmönnum rúmum þremur öldum síðar, árið 1707. Mannfallið í faröldrunum var skelfilegt og samfélagslegu afleiðingarnar gríðarlegar. Svo merkilega vill til að í báðum tilvikum hefur koma drepsóttanna verið tengd nafngreindum einstaklingum. Gísli Bjarnason var Íslendingur sem búsettur var í Kaupmannahöfn þegar hann tók bólusótt og lést. Í kjölfarið var kista með eigum hans, þar með talið klæðnaði, send aftur til Íslands og var Stórabóla rakin til þess. Einar Herjólfsson var lánsamari – eða ólánsamari, eftir því hvernig á það er litið – því samkvæmt heimildum barst Plágan mikla til landsins með skipi hans, líklega frá Englandi. Annaðhvort hefur Einar sjálfur sloppið við smit eða verið í hópi þeirra sem lifðu sjúkdóminn af, í það minnsta sögðu annálar frá Rómargöngu hans fáeinum árum síðar og drápi hans í Vestur-Landeyjum árið 1412 – ef til vill af völdum einhvers sem kenndi sæfaranum um hörmungarnar? Margt við sögurnar af þeim Gísla og Einari er með ólíkindablæ og því varasamt að taka þær of alvarlega. Skilningur fólks fyrr á öldum á smitleiðum sjúkdóma var takmarkaður, en á sama hátt þarf ekki að koma á óvart þótt almenningur vildi finna blóraböggul. Eftir stendur að varla er hægt að hugsa sér ömurlegri örlög en að verða holdgervingur hræðilegs sjúkdóms og rata þannig í sögubækur lönguSótt þeirra fátæku Taugaveiki er háskalegur smitsjúkdómur sem berst með sýklum í vatni og matvælum. Hún er landlæg víða í þriðja heiminum, einkum í Afríku sunnan Sahara, á Indlandi og í Suðaustur-Asíu. Í Evrópu og Norður-Ameríku hefur hún einkum tengst takmarkaðri hreinlætisaðstöðu og miklu þéttbýli, til að mynda í fátækrahverfum stórborga á tímum iðnbyltingarinnar eða á stríðstímum. Þannig kostaði taugaveiki gríðarlegan fjölda hermanna lífið eða heilsuna í skotgrafahernaði fyrri heimsstyrjaldar og gat haft veruleg áhrif á gang hernaðarins. Fáir sjúkdómar hafa drepið jafn marga í gegnum tíðina og taugaveiki. Sumir fræðimenn hallast að því að einhver kunnasta farsótt sögunnar, plágan í Aþenu árið 430 f.Kr. sem dró þriðjung íbúanna til dauða sem og leiðtogann Períkles, hafi verið taugaveikifaraldur. Í því ljósi er enn nöturlegra að Mary Mallon sitji ein uppi með svartapétur. Mary Mallon fæddist árið 1869 í þorpinu Cookstown, sem í dag er hluti Norður-Írlands. Langt leiddir knattspyrnunirðir tengja þorpið e.t.v. helst við gamla Newcastle og Fulham-varnarjaxlinn Aaron Hughes og bókmenntafólk kveikir á því að þar skrifaði Jonathan Swift handritið að sögunni um Ferðir Gúllívers á fyrri hluta átjándu aldar. Fimmtán ára gömul fluttist Mary til Bandaríkjanna og hóf fljótlega að vinna fyrir sér sem kokkur. Hún var snjöll á sínu sviði og starfaði einkum fyrir efnafólk. Á árunum 1900 til 1907 vann Mary fyrir fjölda fólks víðs vegar í New York-ríki. Hún stoppaði stutt á hverjum stað, sem var í sjálfu sér ekkert óvenjulegt á tímum þar sem atvinnuöryggi fólks í þjónustustörfum var lítið. Þegar horft var til baka kom í ljós að á allnokkrum þessara heimila höfðu íbúar veikst vegna einhvers konar matareitrunar. Ómögulegt er að segja til um hvort Mary áttaði sig sjálf á samhenginu.Ráðgátan við Ostruflóa Árið 1906 starfaði Mary um skeið í Ostruflóa, sem var vinsæll sumardvalarstaður ríka og fína fólksins í New York. Teddy Roosevelt Bandaríkjaforseti átti þar heimili, auk annarra fyrirmenna. Vellríkur bankamaður, Charles Henry Warren að nafni, ætlaði að njóta sumarsins í bænum ásamt konu sinni og börnum, þegar sex fjölskyldumeðlimir veiktust. Læknar greindu ástæðuna taugaveiki. Þar sem taugaveiki var á þessum árum í hugum flestra bundin við ömurleg fátækrahverfi og sjúkdómur lágstétta, voru tíðindin reiðarslag fyrir eiganda hússins þar sem Warren-fjölskyldan dvaldist. Leigusalinn óttaðist að enginn fengist til að leigja sumarhúsið aftur nema skýring fengist á sóttinni. Hann leitaði því til „heilsuspæjara“, verkfræðingsins og heilbrigðisfulltrúans Georges Soper. Soper gekk vasklega til verks og rannsakaði húsið hátt og lágt, allt frá vatnslögnum til gróðursins í garðinum. Að lokum bárust böndin að Mary Mallon eða öllu heldur að ferskjuís sem hún hafði framreitt fyrir fjölskylduna. Í kjölfarið var Mary handtekin og neydd í ítarlega læknisskoðun. Niðurstöðurnar komu verulega á óvart. Mary reyndist bera sjúkdóminn, þrátt fyrir að hafa aldrei kennt sér meins. Hún var með öðrum orðum einkennalaus smitberi, fyrirbæri sem er í dag velþekkt í læknisfræðinni en var óþekkt fram að þessu. Heilbrigðisyfirvöld létu því setja hana í einangrun í kofaskrifli með engan annan félagsskap en einn hund næstu misserin.Fjölmiðlafár Fjölmiðlar drukku í sig fréttirnar af írska smitberanum, sem fljótlega fékk viðurnefnið Taugaveikis-Mæja (Typhoid Mary). Fátt selur dagblöð eins og ótti við hið óþekkta og hvað var skuggalegra en sakleysislegur innflytjandi sem skildi eftir sig slóð farsótta og tortímingar? Taugaveikis-Mæja brást illa við athyglinni og málatilbúnaðinum. Hún trúði aldrei greiningu læknanna og var sannfærð um að verið væri að skella á hana skuldinni að ósekju. Þá bætti ekki úr skák að hún hafði enga trú á þeirri kenningu að handþvottur skipti máli til að verjast bakteríum. Hún mótmælti harðlega frelsissviptingunni og barðist fyrir dómstólum. Enginn veit hvernig efnalítill kokkur gat greitt laun lögfræðinga sinna og er því talið fullvíst að blaðakóngurinn Randolph Hearst hafi borgað reikninginn, enda Taugaveikis-Mæja prýðileg uppspretta frétta fyrir fjölmiðlaveldi hans. Eftir mikið stapp féllust yfirvöld á að sleppa Taugaveikis-Mæju lausri árið 1910, gegn loforði um að hún sneri baki við eldamennsku. Hún breytti nafni sínu í Mary Brown og gerðist þvottakona. Þvottastarfið var hins vegar gríðarlega erfitt en á sama tíma einhver verst launaða vinna sem í boði var. Freistingin að leita aftur í kokkastarfið var því of mikil til lengdar. Árið 1915 braust út taugaveikifaraldur á sjúkrahúsi í New York, sem kostaði tvo sjúklinga lífið. Taugaveikis-Mæja, sem unnið hafði í eldhúsi spítalans, lét sig þegar hverfa en lögreglan hafði uppi á henni. Í þetta sinn var enga miskunn að fá hjá yfirvöldum og næstu tvo áratugina mátti Mary Mallon dúsa í einangrun á lítilli sjúkrahússeyju í samfélagi fólks sem dæmt hafði verið í sóttkví af ýmsum ástæðum.Fræg að endemum Taugaveikis-Mæja lést árið 1938 og var þá löngu orðin þjóðþekkt í Bandaríkjunum. Nafn hennar varð að hugtaki sem vísaði til allra leyndra smitbera. Myndir af henni og teikningar voru notaðar í auglýsingar þar sem hvatt var til hreinlætis og varkárni í meðhöndlun matvæla. Fjölmiðlar héldu áfram að gera sér mat úr sögu hennar og reyndu að grafa upp fleiri fórnarlömb úr fortíðinni og draga upp mynd af kaldrifjuðum morðingja. Aldrei tókst þó að tengja nema þrjú dauðsföll við eldamennsku Taugaveikis-Mæju, sem er í litlu samræmi við þá ógn sem nafni hennar er tengd. Þannig eru ekki nema fáein ár síðan gerð var um hana sjónvarpsmynd sem bar þann æsilega titil: „Háskalegasta konan í Bandaríkjunum“ (The Most Dangerous Woman in America). Ýmsir aðrir smitberar taugaveiki kostuðu fleiri mannslíf, en eru þó öllum gleymdir í sögunni. En svona er nú lífið ósanngjarnt. Spyrjið bara þá Gísla Bjarnason og Einar Herjólfsson. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira