Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2016 13:28 Dómur High Court þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Vísir/AFP „Þetta er alger game-changer í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um dóm High Court í Englandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Eiríkur segir að það sem mestu máli skipti í málinu sé að breska þingið er fullvaldurinn – eða „the sovereign“. Þetta sé öðruvísi kerfi en við þekkjum. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinnar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Deilt hefur verið um hvort að ríkisstjórnin geti afturkallað aðild Bretlands að ESB, virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans eða hvort þingið þurfi að hafa aðkomu að því. „Þetta var High Court sem úrskurðar að þingið þurfi að afgreiða þetta. Þessu verður nú áfrýjað til æðra dómsstigs, en það eru nú meiri líkur en minni að úrskurðurinn verði staðfestur.“Ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar Eiríkur segir að verði þetta niðurstaðan verði forsætisráðherrann Theresa May að leggja fyrir þingið tillögu um að beita þessu úrsagnarákvæðinu, 50. greininni. „Þingið hefur fullvalda rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burtséð frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenningskjördæmi – munu skoða niðurstöðuna í sínu kjördæminu. Það gæti verið lagt til grundvallar. Það er engan veginn ljóst – nema síður sé – hvort það sé meirihluti á þinginu fyrir úrsögninni.“Brexit í uppnámi May var sjálf búin að segja að breska stjórnin myndi virkja 50. greinina fyrir lok mars á næsta ári. Myndi þá hefjast tveggja ára samningaferli sem lyki með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB. „Það er í uppnámi. Við vitum í raun ekki hvað gerist næst.“ 51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild. Brexit Tengdar fréttir Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira
„Þetta er alger game-changer í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um dóm High Court í Englandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi. Eiríkur segir að það sem mestu máli skipti í málinu sé að breska þingið er fullvaldurinn – eða „the sovereign“. Þetta sé öðruvísi kerfi en við þekkjum. „Fullveldið í Bretlandi er ekki í höndum þjóðarinnar. Það er ekki í höndum drottningar. Það er ekki í höndum ríkisstjórnar. Það er í höndum þingsins. Það er æðsta vald Bretlands.“ Deilt hefur verið um hvort að ríkisstjórnin geti afturkallað aðild Bretlands að ESB, virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans eða hvort þingið þurfi að hafa aðkomu að því. „Þetta var High Court sem úrskurðar að þingið þurfi að afgreiða þetta. Þessu verður nú áfrýjað til æðra dómsstigs, en það eru nú meiri líkur en minni að úrskurðurinn verði staðfestur.“Ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar Eiríkur segir að verði þetta niðurstaðan verði forsætisráðherrann Theresa May að leggja fyrir þingið tillögu um að beita þessu úrsagnarákvæðinu, 50. greininni. „Þingið hefur fullvalda rétt til að taka sjálfstæða ákvörðun, burtséð frá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingmenn verða í vanda staddir. Eiga þeir að fylgja eigin sannfæringu í málinu eða forskrift þjóðarinnar? Ég hugsa að mjög margir þingmenn – Bretar búa við einmenningskjördæmi – munu skoða niðurstöðuna í sínu kjördæminu. Það gæti verið lagt til grundvallar. Það er engan veginn ljóst – nema síður sé – hvort það sé meirihluti á þinginu fyrir úrsögninni.“Brexit í uppnámi May var sjálf búin að segja að breska stjórnin myndi virkja 50. greinina fyrir lok mars á næsta ári. Myndi þá hefjast tveggja ára samningaferli sem lyki með formlegri úrsögn Bretlands úr ESB. „Það er í uppnámi. Við vitum í raun ekki hvað gerist næst.“ 51,9 prósent Breta greiddu atkvæði með úrsögn í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, en 48,1 prósent kusu með áframhaldandi aðild.
Brexit Tengdar fréttir Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24