Sögulegur árangur Leicester í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. nóvember 2016 12:00 Englandsmeistarar Leicester gerðu markalaust jafntefli við Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar á Parken í gærkvöldi í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Leicester er að byrja frábærlega á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni í sögu félagsins en liðið er á toppnum í G-riðli með tíu stig, þremur stigum á undan Porto. FCK er með fimm stig í þriðja sæti. Leicester er ekki enn þá búið að fá á sig mark í Meistaradeildinni en árangur ensku meistaranna er sögulegur. Aldrei áður hefur lið spilað fyrstu fjóra Meistaradeildarleiki sína í sögu félagsins án þess að fá á sig mark.4 - Leicester City are the first team in #UCL history to keep a clean sheet in each of their first four games in the competition. Solid.— OptaJoe (@OptaJoe) November 2, 2016 Fyrir leikinn voru Refirnir aðeins eitt af þremur liðum í sögu Meistaradeildarinnar sem höfðu ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum liðsins. Það sama gerði Parma árið 1997 og Málaga árið 2012. Nú er Leicester eina liðið í sögunni sem hefur spilað fjóra fyrstu leiki sína í sögu Meistaradeildarinnar án þess að fá á sig svo mikið sem eitt einasta mark. Ekki var mikið um færi í leiknum í gærkvöldi en Andreas Cornelius, framherji FCK, fékk gott skallafæri á 90. mínútu sem Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, varði meistaralega út við stöngina. Markvörsluna og allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leicester ósigrað og ekki enn fengið á sig mark Englandsmeistarar Leicester City eru enn ósigraðir og ekki enn búnir að fá á sig mark í Meistaradeild Evrópu. 2. nóvember 2016 21:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Englandsmeistarar Leicester gerðu markalaust jafntefli við Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar á Parken í gærkvöldi í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Leicester er að byrja frábærlega á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni í sögu félagsins en liðið er á toppnum í G-riðli með tíu stig, þremur stigum á undan Porto. FCK er með fimm stig í þriðja sæti. Leicester er ekki enn þá búið að fá á sig mark í Meistaradeildinni en árangur ensku meistaranna er sögulegur. Aldrei áður hefur lið spilað fyrstu fjóra Meistaradeildarleiki sína í sögu félagsins án þess að fá á sig mark.4 - Leicester City are the first team in #UCL history to keep a clean sheet in each of their first four games in the competition. Solid.— OptaJoe (@OptaJoe) November 2, 2016 Fyrir leikinn voru Refirnir aðeins eitt af þremur liðum í sögu Meistaradeildarinnar sem höfðu ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjum liðsins. Það sama gerði Parma árið 1997 og Málaga árið 2012. Nú er Leicester eina liðið í sögunni sem hefur spilað fjóra fyrstu leiki sína í sögu Meistaradeildarinnar án þess að fá á sig svo mikið sem eitt einasta mark. Ekki var mikið um færi í leiknum í gærkvöldi en Andreas Cornelius, framherji FCK, fékk gott skallafæri á 90. mínútu sem Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, varði meistaralega út við stöngina. Markvörsluna og allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leicester ósigrað og ekki enn fengið á sig mark Englandsmeistarar Leicester City eru enn ósigraðir og ekki enn búnir að fá á sig mark í Meistaradeild Evrópu. 2. nóvember 2016 21:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Leicester ósigrað og ekki enn fengið á sig mark Englandsmeistarar Leicester City eru enn ósigraðir og ekki enn búnir að fá á sig mark í Meistaradeild Evrópu. 2. nóvember 2016 21:30