OB vann góðan sigur á Nordsjælland er liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Lokatölur 3-1 fyrir OB en staðan í hálfleik var 1-1.
Hallgrímur Jónasson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði OB í dag og léku allan leikinn.
Guðmundur Þórarinsson var í liði Nordsjælland en var tekinn af velli hálftíma fyrir leikslok.
OB komst upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum en Nordsjælland er í níunda sæti.

