Innlent

Handtekinn eftir skothvelli á Akureyri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðgerð lögreglu á vettvangi stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir í nótt. Myndin er úr safni.
Aðgerð lögreglu á vettvangi stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir í nótt. Myndin er úr safni. Vísir
Karlmaður var handtekinn í Naustahverfinu á Akureyri um fimmleytið í nótt eftir umsátursástand við fjölbýlishús í hverfinu. Sérsveitarmenn lögreglu voru kallaðir til eftir að tilkynning um skothvelli barst lögreglu um klukkan hálf tvö í nótt.

Lögregla ásamt sérsveitarmönnum fóru þegar á staðinn og voru gerðar ráðstafanir til að fá frekari liðsauka sérsveitarmanna frá ríkislögreglustjóra og tryggja vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og haft samband við íbúa í næstu húsum.

Skömmu eftir kom liðsauki sérsveitar úr Reykjavík og um klukkan fimm í nótt var grunaður aðili handtekinn og vettvangur tryggður. Hann var færður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri. Hann verður yfirheyrður í dag.

Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á málinu er hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×