Ein atburðarás á sér ekki eina sögu heldur milljón sögur Magnús Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2016 08:00 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði og sérfræðingur í sjálfsævisögum. Visir/Stefán Ég er að skrifa um gleymsku. Aðallega í sjálfsævisögum, en einnig í svokölluðum minnistextum, þ.e. skáldsögum sem byggja á minni um fortíðina,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir sem sendi nýverið frá sér afar áhugaverða bók hjá hinu virta forlagi Palgrave í Englandi. Gunnþórunn er prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Íslensku- og menningardeildar við Háskóla Íslands. „Bókin heitir Representations of Forgetting in Live Writing and Fiction. Ég er ekki komin með hana í hendurnar en það er hægt að nálgast hana sem rafbók á öllum bókasíðum.“ Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að þetta efni varð fyrir valinu segir Gunnþórunn að það hafi verið svona ákveðin afleiðing af doktorsritgerðinni. „Ég skrifaði um sjálfsævisögur og tengsl sjálfsævisagna og skáldskapar. Þar var einn kafli um minni og eftir því sem frá hefur liðið þá hef ég verið að fá meiri áhuga á minni og hvernig það birtist í bókmenntum. Hvernig skrifum við um minningar og allt það. Svo hélt ég fyrirlestur, á alþjóðlegu þingi sjálfsævisögufræðinga, um gleymsku og þar kom einn þessara fræðinga og sagði mér að skrifa bók um þetta. Það vantar bók um þetta, sagði hann og þar með varð ekki aftur snúið.“Glíma við gleymskuna Gunnþórunn segir að minnið og hvernig við tölum um það sé heillandi fyrirbæri. „Þegar við tölum um minni þá eigum við yfirleitt við einhvers konar lifandi minningar. Það er auðvitað miklu flóknara að tala um það sem við gleymum, en þó hlýtur það líka að vera hluti af okkur sjálfum. Sjálfsmynd okkar mótast af þessu samspili minnis og gleymsku því hún byggist á því að við veljum eitthvað til þess að muna umfram annað. Þegar við svo skrifum um það sem við munum þá á sér stað ennþá meira val. En maður sér svo líka oft í textum hræðslu við gleymskuna. Hún birtist t.d. í þessari þörf til þess að skrifa til þess að koma í veg fyrir gleymsku. Þess vegna er viðkomandi alltaf meðvitaður um gleymskuna og hún þannig alltaf nálæg í textanum með einum eða öðrum hætti. Frásögn um minni og fortíð felur þannig alltaf í sér glímu við gleymskuna.“ Er þá drifkrafturinn til þess að skrifa sjálfsævisögu óttinn við það að gleymast? „Já, óttinn við að gleyma fortíðinni og að maður sjálfur gleymist er eitt af því sem liggur að baki. Að manns eigin minningar þurrkist hreinlega út og hverfi. Þess vegna er hvatinn að því að byrja að skrifa sjálfsævisögu mjög oft andlát foreldra eða þegar minni þeirra fer að hraka. Það virðist kalla fram þörf til þess að festa eitthvað niður á blað svo fortíðin hverfi ekki bara á braut. Að skrifa verður þá lausnin. Leið til þess að varðveita fortíðina í skrifum sem er svo í raun umdeilanlegt í sjálfu sér.“Minnið er pólitískt Eins og flestir þekkja þá eru það oft ákveðnir þjóðfélagshópar sem skrá sögu sína frekar en aðrir. Stjórnmálamenn og frægt eða valdamikið fólk innan samfélagsins. Fólk sem tilheyrir sömu stéttinni og er því að skrifa um sömu atburðina. Engu að síður virðast þeir birtast með mjög ólíkum hætti eftir því hver rifjar upp. „Nákvæmlega, þetta er vel þekkt fyrirbæri. Hjá stjórnmálamönnum er hugmyndin oft að gæta þess að þeirra sýn á liðna atburði varðveitist. „Ég hef rétt fyrir mér. Ég hafði rétt fyrir mér á sínum tíma og ég skil atburðarásina og þið hin eigið að læra af því. Ég er með lykilinn.“ Þetta er oft þeirra nálgun og það sýnir okkur að minnið er mjög svo pólitískt fyrirbæri. Minni samfélaga, minni þjóðar og hvernig það er varðveitt. Hvernig saga hvers er sögð. Allt er þetta mjög pólitískt. En svo höfum við sögur fræga fólksins, þær bækur eru oft nær því að vera viðtalsbækur. Og þá er mjög mikil ímyndarsköpun sem á sér stað. Viðkomandi gætir þess vandlega að sagan passi inn í ímyndina sem er varpað fram í bókinni. Ég er snillingurinn og svona varð ég að þeirri frábæru stjörnu sem ég er og allt það, en það er satt best að segja ekkert endilega neitt rosalega spennandi fyrirbæri.“Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði og sérfræðingur í sjálfsævisögum. Fréttablaðið/StefánBækur sem efast Gunnþórunn segist hins vegar vera mun áhugasamari um bækur sem eru að fara annað. „Bækur þar sem höfundurinn efast. Efast um hvað er munað og merkingu þess. Höfunda sem gera sér grein fyrir því að þeir geti kannski í raun ekki dregið einhverjar svakalegar ályktanir af minningum sínum um það sem gerðist eða eru meðvitaðir um að minnið breytist með tímanum. Maður fer að muna aðra hluti þegar maður eldist, sögur sem maður segir oft þróast og breytast og á endanum hafa þær í raun lítið að gera með einhverja raunverulega atburði.“ En hvenær skyldi þetta fyrirbæri, þessi efi, fara að gera vart við sig í íslenskum ævisögum? „Í raun og veru er þetta ekki mjög gamalt en það er alltaf einn og einn höfundur hér og þar í bókmenntasögunni sem tjáir þetta. Ég er ekki að segja að þetta sjáist aðeins í samtímanum en ég man sérstaklega eftir þessu hjá Jakobínu Sigurðardóttur, Í barndómi, þegar hún talar um sína æsku, þá vekur hún einmitt athygli á því að hún muni þetta ekki alveg. Hún reynir að sjá fyrir sér bæinn þar sem hún ólst upp og er svona að feta sig eftir húsakynnunum í huganum. Það er svo aftur gríðarlega ólíkt því sem Þórbergur Þórðarson gerir í Steinarnir tala, þar sem hann telur upp hvert einasta smáatriði af innanstokksmunum og er með þetta allt gjörsamlega á hreinu. En hún efast og leitar í fortíðinni og þessi samanburður er skemmtilegur.“Brigðult og ófullkomið Gunnþórunn tekur fram að hún hafi ekki skoðað það sérstaklega hvort munur sé á körlum og konum hvað þetta varðar en það geti þó vel verið. „Það getur verið að þær hleypi óvissunni meira að. Það er kannski minni þörf fyrir að búa til hetjuímyndina sem var til að mynda mjög algeng í eldri sjálfsævisögum. En svo er líka gaman að skoða verk sem fjalla um sama tíma eins og hjá Hannesi Sigfússyni og Jóni Óskari þar sem þeir eru að tala jafnvel um sömu atvikin en hafa á þau mjög ólíka sýn. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir segir líka í Stúlka með höfuð, að þau systkinin öll ættu að skrifa því að þau hefðu öll sína sögu að segja því hver og einn á sína eigin bernsku. Systkini og aðrir minnisfélagar, eins og fjölskylda og vinir, þekkja þetta vel. Maður heldur kannski að maður eigi einhverjar minningar með þessu fólki og fer svo að rifja upp en þá kemur bara nei, nei, þetta gerðist alls ekki svona heldur hinsegin. Þá fer maður að efast um eigin minningar og segir já, ætli ég hafi búið þetta til? Þetta gerist mjög mikið í fjölskyldum og þetta hefur svo sannarlega haft afleiðingar. Systur Hannesar voru til að mynda ekki ánægðar með hans sögu af pabba þeirra og skrifuðu í blöðin. Það hafa líka verið málaferli í svona málum, þannig að þetta getur verið mjög viðkvæmt. Það er merkilegt hvað við reiðum okkur mikið á minnið og það tengist persónuleika okkar og sjálfsmynd en um leið er það ákaflega brigðult og ófullkomið og ekkert á það treystandi,“ Segir Gunnþórunn og hlær við tilhugsunina.Tvö form í stöðugu sambandi Í síðasta tölublaðið Skírnis birtist grein um nýlegar íslenskar sjálfsævisögur og þar er meðal annars komið inn á að að íslenskir höfundar væru að senda frá sér bækur undir þeim formerkjum að þær væru skáldævisaga. Er það einhver samruni á milli skáldskapar og hefðbundinna ævisagna? „Ég held að þetta hugtak, skáldævisaga, sé ekkert sérlega gagnlegt. Vegna þess að sjálfsævisagan og skáldsagan hafa alltaf verið tengdar greinar. Þær alast upp saman og þroskast saman. Veraldlegar sjálfsævisögur koma upp á átjándu öldinni þegar skáldsagan er að ryðja sér til rúms. Á nítjándu öldinni verður þetta mjög fastmótað form þar sem það sem við lítum á sem hefðbundna sjálfsævisögu er orðið að veruleika. En það er í raun bara ákveðin tegund af realisma sem við lítum á sem hefðbundna sjálfsævisögu. Síðan þá hafa verið gerðar alveg ótal tilraunir á þessu formi. Ótal tilraunir með því að segja sögu sína á einhvern annan hátt. Til að mynda ekki endilega í tímaröð heldur þematískt, eða að taka eitt ár og láta það standa fyrir ævina, eða segja sögu sína í ljósmyndum og þannig mætti lengi telja. Þessar tilraunir lýsa í raun miklu frekar ákveðnum breytingum á sambandinu á milli sjálfsævisögu og skáldsögu. Þetta er alltaf í einhverju sambandi vegna þess að sjálfsævisagan notar sér svo mikið frásagnartækni úr skáldskap og öfugt. Þannig að tengslin hafa alltaf verið sterk en þau færast til og breytast.“Mín bók, mitt minni Gunnþórunn nefnir að bækur á borð við verk Jóns Gnarr séu kannski frekar nýtt fyrirbæri hér en að slíkar bækur séu vel þekkt fyrirbæri erlendis. „Það eru alls konar ástæður fyrir því að Jón Gnarr kallar þetta skáldaða ævisögu og er tregur til að gefa ákveðin svör þegar hann er spurður út í þetta. En í grunninn ganga þessi verk ákaflega mikið út á það að skapa ákveðna ímynd. Að skapa ákveðna hugmynd um hans fortíð og af því að þetta er samtímasaga og af því að þetta er dramatískt sem hann er að segja frá, þá er þetta í lifandi minni hjá mjög mörgum, þá getur fólk bara sagt nei, þetta gerðist ekki. Þetta var ekki svona. Þannig að ef einhver vildi skrifa ævisögu Jóns Gnarr og halda fram þessum atriðum sem þar koma fram, þá væri þetta mjög svo á siðferðislega gráu svæði. Einfaldlega vegna þess að ævisagan á að lúta ákveðnum lögmálum um heimildir og sagnfræði. En af því að þetta er sjálfsævisaga, og Jón getur sagt „ég man þetta svona og hitt skiptir ekki máli“, þá er þetta allt annað. En það er samt alltaf þannig þegar lesendur fá í hendurnar texta sem er kynntur til sögunnar með þessi tengsl við veruleikann að vera sjálfsævisaga, að þá les fólk þetta öðruvísi. Gerir aðrar kröfur og væntingar til textans. Þetta eru mjög athyglisverðar deilur og Jón hefur m.a. verið sakaður um að taka á sig minningar annarra. Það eru reyndar til dæmi um það úti í heimi sem eru mun dramatískari en þetta þegar fólk þykist t.d. hafa lent í helförinni. Slíkir textar eru eðlilega mjög umdeildir en þeir segja okkur mikið um þær væntingar sem við höfum til svona texta og þá ekki síst þegar þetta er svona beint inn í samtímann þegar tiltölulega ungt fólk er að skrifa um nýliðna atburði. En með því að skilgreina verkið með ákveðnum hætti þá fær höfundur á borð við Jón Gnarr ákveðið frelsi. Ályktanirnar sem hann dregur af þessu fyrir sína ímynd og það sem er sannfærandi í verkinu eru áhrifin. Þessi tilfinning fyrir því að vera á jaðrinum og utangarðs sem skapar hann sem persónu, það er sannfærandi. Þegar hann er að búa til Jónsa pönk sem fyrirbæri þá er það sannfærandi. Þannig er þetta freistandi tæki til þess að búa til sína mynd af sögunni, hvort sem það er pólitíkus eða höfundur sem stendur þarna að baki.“Líf annarra Gunnþórunn bendir á að höfundar nota líka eigin líf og annarra í sínum skáldskap og þar geta mörkin ekki síður orðið óljós. „Konan við þúsund gráður eftir Hallgrím Helgason er einmitt nærtækt dæmi um slíkt. Það er auðvitað viðkvæmt þegar höfundur tekur yfir annað líf og býr til úr því skáldsögu. En það er hins vegar svo vel þekkt í bókmenntasögunni að það er í sjálfu sér lítið við því að segja.“ Nokkrum árum síðar þá kemur önnur bók um ævi sömu konu og þar er farið í staðreyndir og líf hennar rakið frá vöggu til grafar. Byggir það á þörf fyrir að leiðrétta? „Slíkt er að minnsta kosti vel þekkt fyrirbæri. Það er frægt dæmi hjá höfundinum Michael Ondaatje sem skrifaði mjög frjálslega sögu um fólkið sitt á Sri Lanka og bróðir hans varð svo fúll að hann skrifaði sína eigin. Þannig að þetta er að minnsta kosti allt til. En svo eru rithöfundar oft í sínum fyrstu bókum að byggja á eigin lífi, eins og Pétur Gunnarsson gerði í Andrabókunum, en svo seinna skrifa þeir einhverja sjálfsævisögulega texta og þá er eins og skáldsagan hafi ekki verið nóg. Þá þarf að heimsækja þetta aftur og skoða þetta og þá í einverju öðru formati. Fá einhvers konar staðfestingu. Eins og þegar Virgina Woolf skrifaði To the Lighthouse, sem fjallar mjög mikið um móður hennar, en þrjátíu árum seinna eða svo þegar Woolf fer að skrifa niður eigin minningar, þá verður móðirin aftur algjörlega alltumlykjandi. Hún verður aftur að efniviði. Það er líka vegna þess að svona sögur úr fortíð þurfa ekki að vera bara ein saga. Þetta geta verið alls konar frásagnir og þær breytast í minninu og þegar við eldumst en líka vegna þess að við komum að þeim á öðruvísi máta. Ein atburðarás á sér ekki eina sögu heldur milljón sögur.“Gunnþórunn segist hafa sérstaklega gaman af sjálfsævisögum sem nýta ljósmyndir og eiga í samræðum við þær fremur en að nota þær aðeins til myndskreytingar.Mikil dómharka En hver er þá afstaða samfélagsins til ævisögunnar? „Ævisagan stendur lægra í stigveldi bókmenntanna en ljóð og skáldsögur og það hefur hún í raun alltaf gert. Þetta er alveg augljóst og ekki bara hér heldur meira og minna alls staðar. Maður talar við bókmenntafólk sem er með þetta alveg á hreinu og spyr svo; en hvað gerum við þá við Játningar Rousseau? Þá kemur svona smá hik en engu að síður er hún þarna fyrir neðan. Þetta kom mjög berlega í ljós í fyrra í umræðunni um bækur Hallgríms, Jóns Gnarr og Mikaels Torfasonar og þeirri ádeilu að þeir væru að segja einhverjar sorgarsögur af sjálfum sér. Slíkt þótti nú ókarlmannlegt og svo framvegis og að höfundur á borð við Hallgrím væri að skrifa sjálfsævisögu væri nú eitthvað sem hann setti niður við.“ Gunnþórunn segir að það sem veldur þessu sé einkum að sjálfsævisagan hafi á sér þetta orð frægra manna sögunnar. „Það er það sem fólk sér fyrir sér og líka þessi lengri blaðaviðtöl, Halla Linker og Sendiherrafrú segir frá. Allt þetta sem maður ólst upp við og er oftar en ekki einhverjar játningar sem þykja ómerkilegri en það að skálda og þetta er mjög rótgróið í menningunni. Við gerum nefnilega siðferðislegar kröfur til þeirra sem skrifa sjálfsævisögur og við fellum dóma um það: Þessi er of ungur, þessi hefur ekki lifað neitt merkilegt, þessi er vinnukona að austan og allt þetta. Við sem samfélag viljum hafa sitthvað að segja um það hver á að skrifa sjálfsævisögu og um hvað þær eiga að vera. Og ef einhver skrifar sína sögu er hann gagnrýndur fyrir að sleppa hinu og þessu, og þannig fellum við stöðugt dóma um sjálfsævisöguleg skrif.”Íslenski markaðurinn Var það þessi dómharka sem litaði til að mynda alla umræðu um bækur Hallgríms og Mikaels á síðasta ári? „Já það fór allt að snúast um það sem þeir höfðu lent í, eins og sagt er. Að Hallgrími hefði verið nauðgað og að læknir hefði bjargað Mikael með blóðgjöf í óþökk foreldranna. Þetta snerist allt um það og það var erfitt að fá fram umræðu um þessi verk sem bókmenntaverk. En tökum eftir því að á undanförnum árum hafa ýmsar bækur eftir konur komið út þar sem er verið að lýsa einhverju áfalli úr æsku en þær fá ekki svona viðbrögð. Erum við virkilega enn þá svona föst í karlmannlegum stereótýpum? Kannski var þetta bara hávær minnihluti sem talaði um þetta en svona fannst mér þetta að engu að síður vera. Það var ekki hægt að ná neinni umræðu um verkið af því að þetta var ýmist hlægilegt eða að maður átti að vorkenna þeim. Þetta var að minnsta kosti stórundarleg umræða.“ En eru engar svona bækur í ár? „Þær eru a.m.k. mun færri en í fyrra. Íslenskur bókmenntaheimur er stundum svo öfgakenndur og gengur í skrykkjóttum bylgjum. Ég man að þegar ég var úti í London að skrifa mína doktorsritgerð var nánast ekkert verið að gera tilraunir með þetta form hérna heima. Þá komu út fjölskyldusögur Einars Más, Fótspor á himnum og þær bækur, og ég man að ég velti því fyrir mér af hverju hann gaf þær ekki út sem fjölskyldusögur, heldur hreint og beint faldi tengslin. Þá var mér sagt að slíkt hreinlega gengi ekki á íslenskum bókamarkaði. Það væri ekki hægt því það yrði lítið gert úr því og það sett skör lægra en hitt. En það hefur breyst að einhverju leyti á síðustu tuttugu árum en þó ekki meira en þetta eins og við fengum að sjá á síðasta ári.“Það er gaman En skyldi sjálfsævisagnafræðingurinn eiga sér íslenska uppáhaldssjálfsævisögu? „Þetta er mjög erfið spurning. Það sem heillar mig eru minnispælingarnar og svo formtilraunirnar. Annars vegar minnispælingarnar eins og í bókum Sigurðar Pálssonar sem mér finnst alveg frábærar, vangavelturnar um minnið sem spíral og tengslin við frásögnina og sjálfið. Og svo hins vegar svona formtilraunir eins og hjá Oddnýju Eir Ævarsdóttur þar sem hún er að prófa sig áfram með dagbókarform og mikla nálægð við lesandann, sem ákveðin áhætta er fólgin í og í bók eins og Jarðnæði þá fannst mér þetta takast ákaflega vel. Bók Guðmundar Andra Thorssonar um föður sinn, Og svo tjöllum við okkur í rallið, fannst mér líka ákaflega vel heppnuð. Það er svo gaman þegar höfundar birta ekki aðeins ljósmyndir heldur nýta þær markvisst, tala við þær og um þær. Þegar best tekst til þá kalla sjálfsævisagnahöfundar fram minningar hjá manni sjálfum. Þá fer maður að minnast hluta úr eigin ranni. Bara eins og litla bókin hans Þórarins Eldjárns, Ég man, sem er nú byggð á ákveðnum fyrirmyndum sem eru listi af ákveðnum hlutum sem maður getur tengt við og skilið eða ekki og það er gaman.“ Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ég er að skrifa um gleymsku. Aðallega í sjálfsævisögum, en einnig í svokölluðum minnistextum, þ.e. skáldsögum sem byggja á minni um fortíðina,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir sem sendi nýverið frá sér afar áhugaverða bók hjá hinu virta forlagi Palgrave í Englandi. Gunnþórunn er prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Íslensku- og menningardeildar við Háskóla Íslands. „Bókin heitir Representations of Forgetting in Live Writing and Fiction. Ég er ekki komin með hana í hendurnar en það er hægt að nálgast hana sem rafbók á öllum bókasíðum.“ Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að þetta efni varð fyrir valinu segir Gunnþórunn að það hafi verið svona ákveðin afleiðing af doktorsritgerðinni. „Ég skrifaði um sjálfsævisögur og tengsl sjálfsævisagna og skáldskapar. Þar var einn kafli um minni og eftir því sem frá hefur liðið þá hef ég verið að fá meiri áhuga á minni og hvernig það birtist í bókmenntum. Hvernig skrifum við um minningar og allt það. Svo hélt ég fyrirlestur, á alþjóðlegu þingi sjálfsævisögufræðinga, um gleymsku og þar kom einn þessara fræðinga og sagði mér að skrifa bók um þetta. Það vantar bók um þetta, sagði hann og þar með varð ekki aftur snúið.“Glíma við gleymskuna Gunnþórunn segir að minnið og hvernig við tölum um það sé heillandi fyrirbæri. „Þegar við tölum um minni þá eigum við yfirleitt við einhvers konar lifandi minningar. Það er auðvitað miklu flóknara að tala um það sem við gleymum, en þó hlýtur það líka að vera hluti af okkur sjálfum. Sjálfsmynd okkar mótast af þessu samspili minnis og gleymsku því hún byggist á því að við veljum eitthvað til þess að muna umfram annað. Þegar við svo skrifum um það sem við munum þá á sér stað ennþá meira val. En maður sér svo líka oft í textum hræðslu við gleymskuna. Hún birtist t.d. í þessari þörf til þess að skrifa til þess að koma í veg fyrir gleymsku. Þess vegna er viðkomandi alltaf meðvitaður um gleymskuna og hún þannig alltaf nálæg í textanum með einum eða öðrum hætti. Frásögn um minni og fortíð felur þannig alltaf í sér glímu við gleymskuna.“ Er þá drifkrafturinn til þess að skrifa sjálfsævisögu óttinn við það að gleymast? „Já, óttinn við að gleyma fortíðinni og að maður sjálfur gleymist er eitt af því sem liggur að baki. Að manns eigin minningar þurrkist hreinlega út og hverfi. Þess vegna er hvatinn að því að byrja að skrifa sjálfsævisögu mjög oft andlát foreldra eða þegar minni þeirra fer að hraka. Það virðist kalla fram þörf til þess að festa eitthvað niður á blað svo fortíðin hverfi ekki bara á braut. Að skrifa verður þá lausnin. Leið til þess að varðveita fortíðina í skrifum sem er svo í raun umdeilanlegt í sjálfu sér.“Minnið er pólitískt Eins og flestir þekkja þá eru það oft ákveðnir þjóðfélagshópar sem skrá sögu sína frekar en aðrir. Stjórnmálamenn og frægt eða valdamikið fólk innan samfélagsins. Fólk sem tilheyrir sömu stéttinni og er því að skrifa um sömu atburðina. Engu að síður virðast þeir birtast með mjög ólíkum hætti eftir því hver rifjar upp. „Nákvæmlega, þetta er vel þekkt fyrirbæri. Hjá stjórnmálamönnum er hugmyndin oft að gæta þess að þeirra sýn á liðna atburði varðveitist. „Ég hef rétt fyrir mér. Ég hafði rétt fyrir mér á sínum tíma og ég skil atburðarásina og þið hin eigið að læra af því. Ég er með lykilinn.“ Þetta er oft þeirra nálgun og það sýnir okkur að minnið er mjög svo pólitískt fyrirbæri. Minni samfélaga, minni þjóðar og hvernig það er varðveitt. Hvernig saga hvers er sögð. Allt er þetta mjög pólitískt. En svo höfum við sögur fræga fólksins, þær bækur eru oft nær því að vera viðtalsbækur. Og þá er mjög mikil ímyndarsköpun sem á sér stað. Viðkomandi gætir þess vandlega að sagan passi inn í ímyndina sem er varpað fram í bókinni. Ég er snillingurinn og svona varð ég að þeirri frábæru stjörnu sem ég er og allt það, en það er satt best að segja ekkert endilega neitt rosalega spennandi fyrirbæri.“Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði og sérfræðingur í sjálfsævisögum. Fréttablaðið/StefánBækur sem efast Gunnþórunn segist hins vegar vera mun áhugasamari um bækur sem eru að fara annað. „Bækur þar sem höfundurinn efast. Efast um hvað er munað og merkingu þess. Höfunda sem gera sér grein fyrir því að þeir geti kannski í raun ekki dregið einhverjar svakalegar ályktanir af minningum sínum um það sem gerðist eða eru meðvitaðir um að minnið breytist með tímanum. Maður fer að muna aðra hluti þegar maður eldist, sögur sem maður segir oft þróast og breytast og á endanum hafa þær í raun lítið að gera með einhverja raunverulega atburði.“ En hvenær skyldi þetta fyrirbæri, þessi efi, fara að gera vart við sig í íslenskum ævisögum? „Í raun og veru er þetta ekki mjög gamalt en það er alltaf einn og einn höfundur hér og þar í bókmenntasögunni sem tjáir þetta. Ég er ekki að segja að þetta sjáist aðeins í samtímanum en ég man sérstaklega eftir þessu hjá Jakobínu Sigurðardóttur, Í barndómi, þegar hún talar um sína æsku, þá vekur hún einmitt athygli á því að hún muni þetta ekki alveg. Hún reynir að sjá fyrir sér bæinn þar sem hún ólst upp og er svona að feta sig eftir húsakynnunum í huganum. Það er svo aftur gríðarlega ólíkt því sem Þórbergur Þórðarson gerir í Steinarnir tala, þar sem hann telur upp hvert einasta smáatriði af innanstokksmunum og er með þetta allt gjörsamlega á hreinu. En hún efast og leitar í fortíðinni og þessi samanburður er skemmtilegur.“Brigðult og ófullkomið Gunnþórunn tekur fram að hún hafi ekki skoðað það sérstaklega hvort munur sé á körlum og konum hvað þetta varðar en það geti þó vel verið. „Það getur verið að þær hleypi óvissunni meira að. Það er kannski minni þörf fyrir að búa til hetjuímyndina sem var til að mynda mjög algeng í eldri sjálfsævisögum. En svo er líka gaman að skoða verk sem fjalla um sama tíma eins og hjá Hannesi Sigfússyni og Jóni Óskari þar sem þeir eru að tala jafnvel um sömu atvikin en hafa á þau mjög ólíka sýn. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir segir líka í Stúlka með höfuð, að þau systkinin öll ættu að skrifa því að þau hefðu öll sína sögu að segja því hver og einn á sína eigin bernsku. Systkini og aðrir minnisfélagar, eins og fjölskylda og vinir, þekkja þetta vel. Maður heldur kannski að maður eigi einhverjar minningar með þessu fólki og fer svo að rifja upp en þá kemur bara nei, nei, þetta gerðist alls ekki svona heldur hinsegin. Þá fer maður að efast um eigin minningar og segir já, ætli ég hafi búið þetta til? Þetta gerist mjög mikið í fjölskyldum og þetta hefur svo sannarlega haft afleiðingar. Systur Hannesar voru til að mynda ekki ánægðar með hans sögu af pabba þeirra og skrifuðu í blöðin. Það hafa líka verið málaferli í svona málum, þannig að þetta getur verið mjög viðkvæmt. Það er merkilegt hvað við reiðum okkur mikið á minnið og það tengist persónuleika okkar og sjálfsmynd en um leið er það ákaflega brigðult og ófullkomið og ekkert á það treystandi,“ Segir Gunnþórunn og hlær við tilhugsunina.Tvö form í stöðugu sambandi Í síðasta tölublaðið Skírnis birtist grein um nýlegar íslenskar sjálfsævisögur og þar er meðal annars komið inn á að að íslenskir höfundar væru að senda frá sér bækur undir þeim formerkjum að þær væru skáldævisaga. Er það einhver samruni á milli skáldskapar og hefðbundinna ævisagna? „Ég held að þetta hugtak, skáldævisaga, sé ekkert sérlega gagnlegt. Vegna þess að sjálfsævisagan og skáldsagan hafa alltaf verið tengdar greinar. Þær alast upp saman og þroskast saman. Veraldlegar sjálfsævisögur koma upp á átjándu öldinni þegar skáldsagan er að ryðja sér til rúms. Á nítjándu öldinni verður þetta mjög fastmótað form þar sem það sem við lítum á sem hefðbundna sjálfsævisögu er orðið að veruleika. En það er í raun bara ákveðin tegund af realisma sem við lítum á sem hefðbundna sjálfsævisögu. Síðan þá hafa verið gerðar alveg ótal tilraunir á þessu formi. Ótal tilraunir með því að segja sögu sína á einhvern annan hátt. Til að mynda ekki endilega í tímaröð heldur þematískt, eða að taka eitt ár og láta það standa fyrir ævina, eða segja sögu sína í ljósmyndum og þannig mætti lengi telja. Þessar tilraunir lýsa í raun miklu frekar ákveðnum breytingum á sambandinu á milli sjálfsævisögu og skáldsögu. Þetta er alltaf í einhverju sambandi vegna þess að sjálfsævisagan notar sér svo mikið frásagnartækni úr skáldskap og öfugt. Þannig að tengslin hafa alltaf verið sterk en þau færast til og breytast.“Mín bók, mitt minni Gunnþórunn nefnir að bækur á borð við verk Jóns Gnarr séu kannski frekar nýtt fyrirbæri hér en að slíkar bækur séu vel þekkt fyrirbæri erlendis. „Það eru alls konar ástæður fyrir því að Jón Gnarr kallar þetta skáldaða ævisögu og er tregur til að gefa ákveðin svör þegar hann er spurður út í þetta. En í grunninn ganga þessi verk ákaflega mikið út á það að skapa ákveðna ímynd. Að skapa ákveðna hugmynd um hans fortíð og af því að þetta er samtímasaga og af því að þetta er dramatískt sem hann er að segja frá, þá er þetta í lifandi minni hjá mjög mörgum, þá getur fólk bara sagt nei, þetta gerðist ekki. Þetta var ekki svona. Þannig að ef einhver vildi skrifa ævisögu Jóns Gnarr og halda fram þessum atriðum sem þar koma fram, þá væri þetta mjög svo á siðferðislega gráu svæði. Einfaldlega vegna þess að ævisagan á að lúta ákveðnum lögmálum um heimildir og sagnfræði. En af því að þetta er sjálfsævisaga, og Jón getur sagt „ég man þetta svona og hitt skiptir ekki máli“, þá er þetta allt annað. En það er samt alltaf þannig þegar lesendur fá í hendurnar texta sem er kynntur til sögunnar með þessi tengsl við veruleikann að vera sjálfsævisaga, að þá les fólk þetta öðruvísi. Gerir aðrar kröfur og væntingar til textans. Þetta eru mjög athyglisverðar deilur og Jón hefur m.a. verið sakaður um að taka á sig minningar annarra. Það eru reyndar til dæmi um það úti í heimi sem eru mun dramatískari en þetta þegar fólk þykist t.d. hafa lent í helförinni. Slíkir textar eru eðlilega mjög umdeildir en þeir segja okkur mikið um þær væntingar sem við höfum til svona texta og þá ekki síst þegar þetta er svona beint inn í samtímann þegar tiltölulega ungt fólk er að skrifa um nýliðna atburði. En með því að skilgreina verkið með ákveðnum hætti þá fær höfundur á borð við Jón Gnarr ákveðið frelsi. Ályktanirnar sem hann dregur af þessu fyrir sína ímynd og það sem er sannfærandi í verkinu eru áhrifin. Þessi tilfinning fyrir því að vera á jaðrinum og utangarðs sem skapar hann sem persónu, það er sannfærandi. Þegar hann er að búa til Jónsa pönk sem fyrirbæri þá er það sannfærandi. Þannig er þetta freistandi tæki til þess að búa til sína mynd af sögunni, hvort sem það er pólitíkus eða höfundur sem stendur þarna að baki.“Líf annarra Gunnþórunn bendir á að höfundar nota líka eigin líf og annarra í sínum skáldskap og þar geta mörkin ekki síður orðið óljós. „Konan við þúsund gráður eftir Hallgrím Helgason er einmitt nærtækt dæmi um slíkt. Það er auðvitað viðkvæmt þegar höfundur tekur yfir annað líf og býr til úr því skáldsögu. En það er hins vegar svo vel þekkt í bókmenntasögunni að það er í sjálfu sér lítið við því að segja.“ Nokkrum árum síðar þá kemur önnur bók um ævi sömu konu og þar er farið í staðreyndir og líf hennar rakið frá vöggu til grafar. Byggir það á þörf fyrir að leiðrétta? „Slíkt er að minnsta kosti vel þekkt fyrirbæri. Það er frægt dæmi hjá höfundinum Michael Ondaatje sem skrifaði mjög frjálslega sögu um fólkið sitt á Sri Lanka og bróðir hans varð svo fúll að hann skrifaði sína eigin. Þannig að þetta er að minnsta kosti allt til. En svo eru rithöfundar oft í sínum fyrstu bókum að byggja á eigin lífi, eins og Pétur Gunnarsson gerði í Andrabókunum, en svo seinna skrifa þeir einhverja sjálfsævisögulega texta og þá er eins og skáldsagan hafi ekki verið nóg. Þá þarf að heimsækja þetta aftur og skoða þetta og þá í einverju öðru formati. Fá einhvers konar staðfestingu. Eins og þegar Virgina Woolf skrifaði To the Lighthouse, sem fjallar mjög mikið um móður hennar, en þrjátíu árum seinna eða svo þegar Woolf fer að skrifa niður eigin minningar, þá verður móðirin aftur algjörlega alltumlykjandi. Hún verður aftur að efniviði. Það er líka vegna þess að svona sögur úr fortíð þurfa ekki að vera bara ein saga. Þetta geta verið alls konar frásagnir og þær breytast í minninu og þegar við eldumst en líka vegna þess að við komum að þeim á öðruvísi máta. Ein atburðarás á sér ekki eina sögu heldur milljón sögur.“Gunnþórunn segist hafa sérstaklega gaman af sjálfsævisögum sem nýta ljósmyndir og eiga í samræðum við þær fremur en að nota þær aðeins til myndskreytingar.Mikil dómharka En hver er þá afstaða samfélagsins til ævisögunnar? „Ævisagan stendur lægra í stigveldi bókmenntanna en ljóð og skáldsögur og það hefur hún í raun alltaf gert. Þetta er alveg augljóst og ekki bara hér heldur meira og minna alls staðar. Maður talar við bókmenntafólk sem er með þetta alveg á hreinu og spyr svo; en hvað gerum við þá við Játningar Rousseau? Þá kemur svona smá hik en engu að síður er hún þarna fyrir neðan. Þetta kom mjög berlega í ljós í fyrra í umræðunni um bækur Hallgríms, Jóns Gnarr og Mikaels Torfasonar og þeirri ádeilu að þeir væru að segja einhverjar sorgarsögur af sjálfum sér. Slíkt þótti nú ókarlmannlegt og svo framvegis og að höfundur á borð við Hallgrím væri að skrifa sjálfsævisögu væri nú eitthvað sem hann setti niður við.“ Gunnþórunn segir að það sem veldur þessu sé einkum að sjálfsævisagan hafi á sér þetta orð frægra manna sögunnar. „Það er það sem fólk sér fyrir sér og líka þessi lengri blaðaviðtöl, Halla Linker og Sendiherrafrú segir frá. Allt þetta sem maður ólst upp við og er oftar en ekki einhverjar játningar sem þykja ómerkilegri en það að skálda og þetta er mjög rótgróið í menningunni. Við gerum nefnilega siðferðislegar kröfur til þeirra sem skrifa sjálfsævisögur og við fellum dóma um það: Þessi er of ungur, þessi hefur ekki lifað neitt merkilegt, þessi er vinnukona að austan og allt þetta. Við sem samfélag viljum hafa sitthvað að segja um það hver á að skrifa sjálfsævisögu og um hvað þær eiga að vera. Og ef einhver skrifar sína sögu er hann gagnrýndur fyrir að sleppa hinu og þessu, og þannig fellum við stöðugt dóma um sjálfsævisöguleg skrif.”Íslenski markaðurinn Var það þessi dómharka sem litaði til að mynda alla umræðu um bækur Hallgríms og Mikaels á síðasta ári? „Já það fór allt að snúast um það sem þeir höfðu lent í, eins og sagt er. Að Hallgrími hefði verið nauðgað og að læknir hefði bjargað Mikael með blóðgjöf í óþökk foreldranna. Þetta snerist allt um það og það var erfitt að fá fram umræðu um þessi verk sem bókmenntaverk. En tökum eftir því að á undanförnum árum hafa ýmsar bækur eftir konur komið út þar sem er verið að lýsa einhverju áfalli úr æsku en þær fá ekki svona viðbrögð. Erum við virkilega enn þá svona föst í karlmannlegum stereótýpum? Kannski var þetta bara hávær minnihluti sem talaði um þetta en svona fannst mér þetta að engu að síður vera. Það var ekki hægt að ná neinni umræðu um verkið af því að þetta var ýmist hlægilegt eða að maður átti að vorkenna þeim. Þetta var að minnsta kosti stórundarleg umræða.“ En eru engar svona bækur í ár? „Þær eru a.m.k. mun færri en í fyrra. Íslenskur bókmenntaheimur er stundum svo öfgakenndur og gengur í skrykkjóttum bylgjum. Ég man að þegar ég var úti í London að skrifa mína doktorsritgerð var nánast ekkert verið að gera tilraunir með þetta form hérna heima. Þá komu út fjölskyldusögur Einars Más, Fótspor á himnum og þær bækur, og ég man að ég velti því fyrir mér af hverju hann gaf þær ekki út sem fjölskyldusögur, heldur hreint og beint faldi tengslin. Þá var mér sagt að slíkt hreinlega gengi ekki á íslenskum bókamarkaði. Það væri ekki hægt því það yrði lítið gert úr því og það sett skör lægra en hitt. En það hefur breyst að einhverju leyti á síðustu tuttugu árum en þó ekki meira en þetta eins og við fengum að sjá á síðasta ári.“Það er gaman En skyldi sjálfsævisagnafræðingurinn eiga sér íslenska uppáhaldssjálfsævisögu? „Þetta er mjög erfið spurning. Það sem heillar mig eru minnispælingarnar og svo formtilraunirnar. Annars vegar minnispælingarnar eins og í bókum Sigurðar Pálssonar sem mér finnst alveg frábærar, vangavelturnar um minnið sem spíral og tengslin við frásögnina og sjálfið. Og svo hins vegar svona formtilraunir eins og hjá Oddnýju Eir Ævarsdóttur þar sem hún er að prófa sig áfram með dagbókarform og mikla nálægð við lesandann, sem ákveðin áhætta er fólgin í og í bók eins og Jarðnæði þá fannst mér þetta takast ákaflega vel. Bók Guðmundar Andra Thorssonar um föður sinn, Og svo tjöllum við okkur í rallið, fannst mér líka ákaflega vel heppnuð. Það er svo gaman þegar höfundar birta ekki aðeins ljósmyndir heldur nýta þær markvisst, tala við þær og um þær. Þegar best tekst til þá kalla sjálfsævisagnahöfundar fram minningar hjá manni sjálfum. Þá fer maður að minnast hluta úr eigin ranni. Bara eins og litla bókin hans Þórarins Eldjárns, Ég man, sem er nú byggð á ákveðnum fyrirmyndum sem eru listi af ákveðnum hlutum sem maður getur tengt við og skilið eða ekki og það er gaman.“
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira