Erlent

Sameinuðu þjóðirnar: Ástand mannúðarmála skelfilegt í Suður-Súdan

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarastyrjöldin í Suður-Súdan braust út í lok árs 2013.
Borgarastyrjöldin í Suður-Súdan braust út í lok árs 2013. Vísir/AFP
Ástand mannúðarmála í Suður-Súdan er skelfilegt og verður æ verra þar sem stríðandi fylkingar hafa dregið lappirnar til að koma megi á raunverulegu vopnahléi í landinu sem þegar hafi verið samið um.

Þetta segir Herve Ladsous, yfirmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í landinu.

Áætlað er að allt að 50 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. „Tugþúsundir manna eru látnir og tvær milljónir manna eru á flótta,“ segir Ladsous.

Borgarastyrjöldin í Suður-Súdan braust út í lok árs 2013 þar sem stjórnarherinn og uppreisnarhópar hafa tekist á.

Í frétt SVT kemur fram að bresk stjórnvöld hafi þrýst á að komið verði á vopnasölubanni til Suður-Súdan til að stöðva flæði vopna inn í landið.

Rússar eru hins vegar mótfallnir hugmyndunum þar sem þeir segja þær þjóna frekar hagsmunum uppreisnarhópa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×