Uppsögn Söru Lindar ekki ólögmæt en dómur klofinn í eineltismáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2016 15:32 Hjónin Sara Lind og Stefán Einar störfuðu bæði hjá VR. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest dóm úr héraði þar sem stéttarfélagið VR var sýknað af kröfum Söru Lindar Guðbergsdóttur, fyrrverandi starfsmanns VR. Sara Lind fór fram á tvær milljónir króna í skaðbætur frá félaginu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir í starfi hjá VR. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 15 í dag. Björn L. Bergsson, lögmaður VR í málinu, segir dóminn hafa verið á einu máli um að uppsögnin hafi ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi dómurinn klofnað í afstöðu sinni til kröfunnar vegna eineltis. Þannig hafi tveir dómarar af þremur talið að hægt væri að gera athugasemdir og aðfinnslur við framkomu Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, gagnvart Söru. Framkoman hafi hins vegar ekki verið af þeim grófleika sem valdi skuli bótum. Þriðji dómarinn taldi hins vegar að þar sem um stéttarfélag væri að ræða þyrfti að gera ríkari kröfur í málum á borð við þessu. Því væru bætur réttlætanlegar.Sagt upp níu vikum eftir innkomu Ólafíu Sara Lind var ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR í apríl árið 2012 þegar Stefán Einar Stefánsson, núverandi eiginmaður, gegndi formennsku. Í umfjöllun DV í árslok 2012 kom fram að Sara Lind hefði verið ráðin í starfið þótt hún hefði ekki verið metin hæfust í umsóknarferlinu. Stefán Einar sagði við sama tækifæri að samband þeirra hefði ekki hafist fyrr en eftir að Sara Lind tók til starfa.Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR.Söru Lind var sagt upp í júní rúmu ári síðar og var vísað til skipulagsbreytinga. Níu vikum fyrr hafði Ólafía B. Rafnsdóttir tekið til starfa sem formaður VR. Tók hún við starfinu af Stefáni Einari.Sjá einnig: Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Við aðalmeðferð málsins lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu þar sem hún sakaði hana um að hafa endurtekið hunsað fundarbeiðnir sínar og teki undirmann Söru Lindar með sér á fundi þar sem kjaramál voru til umræðu. Hún sagðist hafa upplifað þessa framkomu sem lítilsvirðingu.Vildi ræða við fólk með yfirburðaþekkingu Ólafía lýsti því fyrir dómi að hún hefði leitað til þeirra sem höfðu yfirburðaþekkingu á málefnum VR þegar hún tók til starfa sem formaður félagsins árið 2013. Ástæðan fyrir því að hún leitaði til undirmanns Söru Lindar var sú að sá hafði 25 ára reynslu af kjaramálum. „Mér fannst það bara eðlilegt og við hæfi að afla mér upplýsinga hjá þeim sem hafði yfirburðaþekkingu,“ sagði Ólafía fyrir dómi. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30. Tengdar fréttir Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45 VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52 Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm úr héraði þar sem stéttarfélagið VR var sýknað af kröfum Söru Lindar Guðbergsdóttur, fyrrverandi starfsmanns VR. Sara Lind fór fram á tvær milljónir króna í skaðbætur frá félaginu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir í starfi hjá VR. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 15 í dag. Björn L. Bergsson, lögmaður VR í málinu, segir dóminn hafa verið á einu máli um að uppsögnin hafi ekki verið ólögmæt. Hins vegar hafi dómurinn klofnað í afstöðu sinni til kröfunnar vegna eineltis. Þannig hafi tveir dómarar af þremur talið að hægt væri að gera athugasemdir og aðfinnslur við framkomu Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, gagnvart Söru. Framkoman hafi hins vegar ekki verið af þeim grófleika sem valdi skuli bótum. Þriðji dómarinn taldi hins vegar að þar sem um stéttarfélag væri að ræða þyrfti að gera ríkari kröfur í málum á borð við þessu. Því væru bætur réttlætanlegar.Sagt upp níu vikum eftir innkomu Ólafíu Sara Lind var ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR í apríl árið 2012 þegar Stefán Einar Stefánsson, núverandi eiginmaður, gegndi formennsku. Í umfjöllun DV í árslok 2012 kom fram að Sara Lind hefði verið ráðin í starfið þótt hún hefði ekki verið metin hæfust í umsóknarferlinu. Stefán Einar sagði við sama tækifæri að samband þeirra hefði ekki hafist fyrr en eftir að Sara Lind tók til starfa.Ólafía B. Rafnsdóttir er formaður VR.Söru Lind var sagt upp í júní rúmu ári síðar og var vísað til skipulagsbreytinga. Níu vikum fyrr hafði Ólafía B. Rafnsdóttir tekið til starfa sem formaður VR. Tók hún við starfinu af Stefáni Einari.Sjá einnig: Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Við aðalmeðferð málsins lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu þar sem hún sakaði hana um að hafa endurtekið hunsað fundarbeiðnir sínar og teki undirmann Söru Lindar með sér á fundi þar sem kjaramál voru til umræðu. Hún sagðist hafa upplifað þessa framkomu sem lítilsvirðingu.Vildi ræða við fólk með yfirburðaþekkingu Ólafía lýsti því fyrir dómi að hún hefði leitað til þeirra sem höfðu yfirburðaþekkingu á málefnum VR þegar hún tók til starfa sem formaður félagsins árið 2013. Ástæðan fyrir því að hún leitaði til undirmanns Söru Lindar var sú að sá hafði 25 ára reynslu af kjaramálum. „Mér fannst það bara eðlilegt og við hæfi að afla mér upplýsinga hjá þeim sem hafði yfirburðaþekkingu,“ sagði Ólafía fyrir dómi. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30.
Tengdar fréttir Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45 VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52 Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Fyrrverandi formaður VR: „Gyltan var mikill gleðigjafi í lífi okkar“ „Ég hef ekki búið með svíni áður en það venst furðulega vel,“ segir Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi formaður VR. 23. september 2013 11:45
VR sýknað af kröfum Söru Lindar Hafði sakað félagið um ólögmæta uppsögn og sakað formanninn um einelti. 6. maí 2015 10:52
Segist hafa verið niðurlægð og augljóst að Ólafíu var illa við sig Sara Lind Guðbergsdóttir vill tvær milljónir í bætur vegna þess sem hún telur hafa verið ólögmæta uppsögn hjá VR. 10. apríl 2015 10:45