Erlent

Ofurhetjur slá aðsóknarmet

Sæunn Gísladóttir skrifar
Myndin hefur víða slegið aðsóknarmet þrátt fyrir lélega dóma.
Myndin hefur víða slegið aðsóknarmet þrátt fyrir lélega dóma.
Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónir dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur úti um allan heim á fyrstu fimm sýningardögunum. Myndin hefur víða slegið aðsóknarmet þrátt fyrir lélega dóma.

Aðsóknartekjur í Bandaríkjunum á fyrstu fimm sýningardögunum námu 170 milljónum dollara, 21 milljarði króna. Engin mynd sem fer í sýningu í mars hefur náð slíkum árangri áður. Auk þess er þetta sjötta stærsta opnunarhelgi sögunnar.

Kostnaður við myndina nam 250 milljónum dollara, eða sem nemur rúmum 30 milljörðum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×