Erlent

Sjö fórust þegar einkaflugvél hrapaði í Quebec

Atli Ísleifsson skrifar
Jean Lapierre sat á kanadíska þinginu frá 1979 til 1993 og aftur frá 2004 til 2007.
Jean Lapierre sat á kanadíska þinginu frá 1979 til 1993 og aftur frá 2004 til 2007. Vísir/EPA
Sjö manns fórust þegar einkaflugvél hrapaði á eyjunni Iles-de-la-Madeleine, úti fyrir ströndum Quebec í Kanada í nótt.

Veður var afar slæmt á þessum slóðum þegar slysið varð en flestir þeirra sem fórust voru úr sömu fjölskyldunni.

Á meðal þeirra sem létust var fyrrverandi þingmaður á kanadíska þinginu, Jean Lapierre, sem síðar varð þekktur álitsgjafi í sjónvarpi.

Með honum í vélinni voru eiginkona hans, tveir bræður og systir, en fólkið var á leið í jarðarför föður Lapierre systkinanna.

Rannsóknarnefnd er á leið á slysstaðinn til að kanna orsakir slyssins.

Lapierre sat á kanadíska þinginu frá 1979 til 1993 og aftur frá 2004 til 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×