Erlent

Má ekki verða forseti

Birta Björnsdóttir skrifar
vísir/epa
Eftir yfir hálfa öld herforingjastjórnar í Mjanmar sór kjörinn forseti eið sinn fyrir þjóðþinginu í nótt. Htin Kyaw tók við embættinu sem staðgengill Aung San Suu Kyi, sem ekki má gegna hlutverki forseta.

Herforingjastjórnin er þó ekki alveg valdalaus í Myanmar þrátt fyrir lýðræðisumbæturnar og séráfram um innaríkis-, landamæra- og varnarmál. Hinn nýji forseti, Htin Kyaw, er þó tákn nýrra tíma í landinu.

Engum dylst þó hver er raunverulega við stjórnvölin í landinu, en það er Aung San Suu Kyi. Þessi fyrrum handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur margoft lýst því yfir að hún komi raunverulega til með að halda um stjórnartaumana, en flokkur hennar, NLD, vann yfirburðasigur íþingkosningunum í nóvember síðastliðnum. Suu Kyi verður ráðherra utanríkis-, mennta- og orkumála auk þess sem skrifstofa forseta heyrir undir hana.

Ástæða fyrir því að Suu Kyi getur ekki orðið forseti landsins er sú að synir hennar tveir hafa breskan ríkisborgararétt. Samkvæmt stjórnarskrá Mjanmar geta þeira sem eiga ættingja með annað ríkisfang ekki orðið forsetar í landinu. Herforingjastjórnin virðist hafa haft ákveðna manneskju í huga þegar það ákvæði var samþykkt í landslögum.


Tengdar fréttir

Nýr forseti Myanmar

Þingið í Myanmar hefur kosið Htin Kyaw sem næsta forseta landsins. Hann er fyrsti almenni borgarinn sem stjórnar landinu eftir rúmlega hálfrar aldar herforingjastjórn. Kyaw er náinn samstarfsmaður Aung San Suu Kyi, en flokkur hennar var stórsigur í sögulegum kosningum í nóvember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×