Erlent

Enn mikil félagsleg vandamál á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/pjetur
Nærri þriðjungur Grænlendinga á aldrinum 18 til 29 varð fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára afmælisdaginn. Um fimmtungur allra Grænlendinga hefur íhugað að svipta sig lífi síðasta árið og fimmta hvert foreldri með börn undir átján ára glíma við alvarlega áfengisfíkn.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Lýðheilsustofnunar Danmerkur þar sem fram kemur að á mörgum sviðum hafi ekkert dregið úr félagslegum vandamálum á Grænlandi síðasta áratuginn.

Í frétt DR kemur fram að samkvæmt rannsókninni, sem framkvæmd var árið 2014, hafi 32,8 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 orðið fyrir kynferðisofbeldi áður en það varð átján ára. Hlutfallið er hið sama og árið 2005 þegar sambærileg rannsókn var gerð.

Samkvæmt rannsókninni glímdu 21,5 prósent foreldra með börn undir átján ára við alvarlega áfengisfíkn og 7,2 prósent við spilafíkn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×