Erlent

Flokkur forsætisráðherrans beið ósigur í litháísku þingkosningunum

Atli Ísleifsson skrifar
Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháen.
Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháen. Vísir/Getty
Jafnaðarmannaflokkurinn LSDP, flokkur Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháen, beið óvænt ósigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær.

Bænda- og umhverfisflokkurinn LVZS vann sigur í kosningunum og hlaut aðeins fleiri atkvæði en Kristilegi demókrataflokkurinn.

Í frétt SVT kemur fram að kannanir hafi gert ráð fyrir sigri Jafnaðarmannaflokksins.

Jafnaðarmenn fengu einungis 14,4 prósent atkvæða, en LVZS 21,7 prósent og Kristilegi demókrataflokkurinn, TS-LKD, 21,6 prósent.

LVZS er miðjuflokkur en TS-LKD lengra til hægri. Búist er við að flokkarnir tveir reyni að mynda samsteypustjórn.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvernig þingmenn skiptast nákvæmlega milli flokka, en kosningum lýkur á sumum stöðum ekki fyrr en eftir tvær vikur.

Butkevičius tók við embætti forsætisráðherra árið 2012 í kjölfar stjórnarmyndunar Jafnaðarmannaflokksins, Verkamannaflokksins, Raðar og réttlætis og Flokks Pólverja í Litháen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×