Erlent

Apple hrósar sigri gegn FBI

FBI hefur fallið frá dómsmáli gegn Apple.
FBI hefur fallið frá dómsmáli gegn Apple. Vísir/EPA
Tæknifyrirtækið Apple hyggst halda áfram að treysta öryggi snjallsíma sinna, þótt reiknað sé með því að bandarísk stjórnvöld haldi áfram að reyna að komast fram hjá öryggisráðstöfunum.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hætti við málaferli sín gegn Apple eftir að hafa tekist að brjótast inn í síma sakborningsins Syed Farook, sem í desember síðastliðnum myrti fjórtán manns ásamt eiginkonu sinni Tashfeen Malik.

FBI hafði krafist þess að Apple myndi útbúa eins konar bakdyraleið inn í símana, sem lögreglan gæti notað til að skoða síma meintra glæpamanna.

Apple þvertók fyrir það og hrósar nú sigri eftir að FBI féll frá málaferlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×