Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Albert Guðmundsson Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira