Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Albert Guðmundsson Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira