Innlent

Landsbréf stofna fjárfestingasjóð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Landsbréf er dótturfyrirtæki Landsbankans.
Landsbréf er dótturfyrirtæki Landsbankans. Fréttablaðið/Vilhelm
Landsbréf hafa stofnað nýjan fjárfestingasjóð sem ber nafnið Horn III. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að tilgangur félagsins sé fjárfestingar í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdri fjárfestingum og tengdum rekstri. Stofnandi er auk Landsbréfa Horn III GP.

Landsbréf reka nú þegar sérhæfðu fjárfestingasjóðina Horn II, Icelandic Tourism Fund I slhf og Brunn. Horn II, sem fjárfestir í íslensku atvinnulífi og eingöngu í óskráðum bréfum, á hlut í Bláa lóninu, Fáfni Offshore, Invent Farma og Keahótel.

Engar upplýsingar fengust hjá Landsbréfum um nýja sjóðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×