Erlent

Tilfinningarnar báru Ellen ofurliði þegar Obama veitti henni frelsisorðuna

Atli Ísleifsson skrifar
Ellen De Generes og Barack Obama.
Ellen De Generes og Barack Obama. Vísir/AFP
Tilfinningarnar báru bandaríska grínistann og spjallþáttastjórnandann Ellen DeGeneres ofurliði í gær þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti afhenti henni frelsisorðuna.

Ellen hlaut orðuna fyrir baráttu sína fyrir réttindum samkynhneigðra. „Það er létt að gleyma því, nú þegar við höfum komist þetta langt, hvað Ellen sýndi mikið hugrekki þegar hún, sem opinber persóna, kom út úr skápnum fyrir hartnær tuttugu árum,“ sagði forsetinn.

Þegar rökstuðningurin var lesinn upp átti Ellen erfitt að halda aftur af tárunum. „Aftur og aftur hefur Ellen DeGeneres sýnt fram á að ein manneskja getur gert heiminn að skemmtilegri, opnari og elskuverðari stað, svo fremi sem við höldum áfram að berjast.“

Sjá má brot úr ræðu Obama að neðan þegar hann afhandir Ellen orðuna.

Auk Ellen hlutu tuttugu manns til viðbótar frelsisorðuna. Aðrir sem hlutu orðuna voru meðal annars leikararnir Tom Hanks, Robert De Niro og Cicely Tyson, körfuboltagoðsagnirnar Michael Jordan og Kareem Abdul-Jabbar og tónlistarfólkið Bruce Springsteen og Diana Ross.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×