Enska landsliðið í fótbolta átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Möltu 2-0 að velli í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í Rússlandi 2018.
Gareth Southgate stýrði enska liðinu í fyrsta sinn og þó sigurinn hafi ekki verið eins stór og yfirburðir Englendinga í leiknum gáfu til kynna lenti England aldrei í vandræðum í leiknum.
Daniel Sturridge skallaði fyrirgjöf Jordan Henderson í netið á 29. mínútu og níu mínútum síðar skoraði Delle Alli, aftur eftir undirbúning Henderson.
England er með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni en Matla er án stiga.
Auðvelt hjá Englandi | Sjáðu mörkin
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti


Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
