Hann kvaðst ekki vera mjög stressaður fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitum þegar Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti hann að máli í Nice fyrr í dag.
Sjá einnig: Íslensk ofurhetja og flúraðir menn með íspinna | Myndir
„Ég er alveg pollrólegur. Þetta er svo gott lið, íslenska liðið,“ sagði Róbert sem merkir ekki meira stress í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld en aðra leiki á EM.
„Eftir því sem lengra líður á keppnina verða þeir öruggari með sig þannig að leikirnir verða betri og betri,“ sagði Róbert sem segir stemmninguna í íslenska hópnum einstaklega góða.
Róbert segir að það hafi verið rætt við íslensku strákana um þá miklu fjölmiðlaathygli sem fylgir því að mæta Englandi.
Sjá einnig: Eggert: Við vinnum England í vító
„Fyrir leikinn gegn Englendingum voru þeir sérstaklega varaðir við ensku pressunni, að fara varlega og það hafa þeir gert. Þeir kunna þetta og fara eftir því sem þeim er sagt,“ sagði Róbert sem spáir Íslandi sigri í vítaspyrnukeppni.
Innslag Eiríks Stefáns og Björns G. Sigurðssonar frá Nice má sjá í heild sinni hér að neðan.