Skotárásin í Orlando: Árásarmaðurinn sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 20:55 FBI hafði yfirheyrt hinn 29 ára gamla Omar Mateen í þrígang síðustu ár vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkahópa. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando. Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Herforingjar funda á fimmtudag um næstu skref Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður haft afskipti af hinum 29 ára gamla Omar Mateen, manninum sem framdi mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna er hann hóf skothríð á skemmtistað í Orlando í nótt. Hann er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS rétt áður en hann hóf skothríðina. Fulltrúi FBI segir að alríkislögreglan hafi yfirheyrt Mateen í tvígang árið 2013 eftir að hann hafi lýst tengslum sínum við hryðjuverkahóp fyrir samstarfsmönnum sínum. Árið 2014 var hann einnig yfirheyrður vegna tengsla við sjálfsmorðsprengjumann. Í öll skiptin var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að finna tengsl við hryðjuverkahópa.Omar Mateen, af MySpace síðu hans.Þrátt fyrir þetta var Mateen með byssuleyfi og með leyfi til þess að starfa sem öryggisvörður. Mateen er sagður hafa lýst yfir stuðningi við ISIS í símtali til bandarísku neyðarlínunnar, 911, rétt áður hann hóf skothríðina. Hann er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð, vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Þar myrti hann minnst 50 manns, 53 eru sagðir særðir.Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Öldungardeildarþingmaður Flórída-ríkis, Bill Nelson, segir að í samtölum sínum við FBI hafi komið fram að alríkislögreglan telji að tengsl séu á milli ISIS og Mateen. Embættismenn virðast þó frekar rannsaka skotárásina sem hatursglæp, fremur en hryðjuverk. Faðir Mateen hefur sagt að sonur sinni hafi, mánuðum áður en árásin var framin, orðið mjög reiður þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Telur faðir hans að það geti tengst árásinni í nótt, sem framin var á þekktum skemmtistað LGBT-fólks í Orlando.
Tengdar fréttir Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31 Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Herforingjar funda á fimmtudag um næstu skref Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sjá meira
Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. 12. júní 2016 18:31
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14