Erlent

Vopnahlé samþykkt í Sýrlandi

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Vopnahléð tekur gildi á miðnætti.
Vopnahléð tekur gildi á miðnætti. Vísir/AFP
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur tilkynnt að sýrlenska ríkisstjórnin og hópar uppreisnarmanna hafi samþykkt vopnahlé. BBC greinir frá. Vopnahléð mun taka gildi að miðnætti að staðartíma nú í kvöld.

Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavusoglu, hefur fullyrt að bæði Tyrkland og Rússland munu vera í ábyrgðarhlutverki.

Átök hafa geysað í Sýrlandi milli uppreisnarmanna og yfirvalda síðastliðin fimm ár. Tyrkir hafa tekið afstöðu með uppreisnarmönnum en Rússar styðja sýrlensk stjórnvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×