Erlent

Fyrrverandi yfirmaður „Fíknó“ fangelsaður fyrir fíkniefnasmygl

Samúel Karl Ólason skrifar
Jari Aarnio í dómsal.
Jari Aarnio í dómsal. Vísir/AFP
Jari Aarnio, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Helsinki hefur dæmdur í tíu ára fangelsi. Meðal annars var hann dæmdur fyrir fíkniefnasmygl og að hóta sakborningi. Komið hefur í ljós að Aarnio hjálpaði glæpagengi að flytja um 800 kíló af fíkniefnum til Finnlands frá Hollandi á árunum 2011 og 2012.

Hann starfaði hjá fíkniefnadeildinni í 30 ár, en var handtekinn árið 2013. Aarnio neitaði öllum ákærunum, en hafði þó í september einnig verið dæmdur fyrir svik. Því á hann yfir höfði sér allt að þrettán ár í fangelsi. 

Í yfirlýsingu frá dómnum segir að Aarnio hafi misnotað stöðu sína með svívirðilegum hætti og aðgerðir hans hefðu dregið verulega úr trausti almennings til lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×