Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Höskuldur Kári Schram skrifar 29. desember 2016 18:45 Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi. Verkfall sjómanna Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira