Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Höskuldur Kári Schram skrifar 29. desember 2016 18:45 Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi. Verkfall sjómanna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira