Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2016 19:30 Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir. Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir.
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira