Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2016 10:06 Sé aðeins horft á stigalista FIDE var Carlsen sigurstranglegri fyrir einvígið enda verið stigahæsti skákmaður heims samfleytt í rúm fimm ár. Karjakín nýtur hins vegar dyggrar aðstoðar og hefur ekki látið undan. vísir/epa Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. Um bráðabana þeirra er að ræða en að loknum tólf skákum var staðan í einvíginu enn jöfn, sex vinningar gegn sex. Fyrsta skákin fór fram 11. nóvember og eru því tæpar þrjár vikur að baki í einvíginu sem fram fer í New York í Bandaríkjunum. Teflt verður til þrautar í kvöld og er mikil spenna í skákheiminum fyrir lokaskákinni. Skákin hefst klukkan 19 og verður fyrirkomulagið eftirfarandi (upplýsingar af Skák.is): 1. Fjórar skákir með umhugsunartíma 25 mínútur auk þess sem tíu sekúndur bætast á hvern leik. 2. Verði enn jafnt eftir skákirnar fjórar tefla þeir allt að fimm tveggja skáka einvígi með umhugsunartíma 5 mínútur auk þriggja sekúndna fyrir hvern leik. 3. Ef svo ólíklega vill til að enn verði jafnt tefla þeir svonefnda Armageddon-skák. Þar hefur hvítur fimm mínútur í umhugsunartíma en svartur fjórar mínútur. Svörtum dugar jafntefli til sigurs. Skákáhugamönnum er boðið að fylgjast með einvíginu í kvöld í húsakynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni 12. Þar munu Björn Þorfinnsson og Ingvar Þór Jóhannesson vera með skákskýringar en skákunum verður varpað upp á skjá.Að neðan má hlusta á Hjörvar Stein Grétarsson, einn fremsta skákmann Íslands, ræða einvígið í Akraborginni á X-inu 977.Fjallað var ítarlega um einvígi Carlsen og Karjakín í helgarblaði Fréttablaðsins á dögunum. Umfjöllunina má sjá hér að neðan.Tveir hinna yngstu bítast um tignina Magnus Carlsen fæddist í Tönsberg í Noregi en fyrstu æviárin elti hann foreldra sína, sem báðir eru verkfræðingar, um Evrópu. Bjó hann til að mynda í eitt ár í Finnlandi og síðar í Belgíu. Faðir hans kenndi honum mannganginn þegar sá stutti var fimm ára en til að byrja með hafði Magnus meiri áhuga á að leggja þjóðfána, höfuðborgir og íbúafjölda ríkja heimsins á minnið. Þegar Carlsen var átta ára hóf hann að sinna skákinni af alvöru. Stórmeistarinn Simen Agdestein, og fyrrverandi landsliðsmaður Noregs í knattspyrnu, sá að Carlsen var mikið efni og hóf að kenna honum. Norðmaðurinn varð stórmeistari á vormánuðum 2004, sá þriðji yngsti í sögunni á eftir Sergeij Karjakin og Indverjandum Parimarjan Negi. Í árslok 2010 varð Carlsen stigahæsti skákmaður heims en þeim titli hefur hann haldið nær sleitulaust síðan. Indverjinn Viswanathan Anand er sá eini sem hefur skákað honum á listanum um stutta stund. Carlsen hirti heimsmeistaratignina, nokkuð auðveldlega, af Anand í einvígi þeirra árið 2013 og varði titilinn ári síðar.Magnus Carlsen vann loks sigur í tíundu skákinni.Vísir/AFPYngsti stórmeistarinnLíkt og Carlsen var Sergey Karjakín sannkallað undrabarn í skák. Árið 2002 var hann Ruslan Ponomariov, sem þá var átján ára, innan handar í heimsmeistaraeinvígi hans og Vasily Ivanchuk sem Ponomariov vann. Þá var Karjakín aðeins tólf ára gamall og enn landi Ponomariovs. Karjakín fæddist í Simferopol, höfuðborg Krímskaga-Úkraínu. Fyrstu æviárin tefldi hann fyrir hönd fæðingarlandsins en árið 2009 veitti Dimitry Medvedev, forseti Rússlands, honum ríkisborgararétt. Ástæðan fyrir breytingunni var sú að í Rússlandi átti hann greiðari aðgang að þeim styrktaraðilum og þjálfun sem hann taldi sig þurfa til að bæta sig í íþróttinni. Líkt og alþekkt er hefur Vladimír Pútín gert sitt besta undanfarin ár til að gera Krím hluta af Rússlandi. Hugsanlegt er, ef hann sigrar, að uppruni Karjakíns gæti nýst í áróðursstríði Moskvu. Í upphafi árs fór Karjakín í fyrsta skipti yfir 2.700 ELO-stig og hefur haldið sig þar síðan þá. Árið 2014 var hann aðeins einum vinningi frá því að skora Carlsen á hólm þegar hann lenti í öðru sæti, á eftir Anand, á áskorendamótinu. Þau mistök endurtóku sig ekki í mars á þessu ári þegar hann bar höfuð og herðar yfir aðra á áskorendamótinu sem fram fór í hans núverandi heimaborg, Moskvu.Skrattinn gegn ömmu sinniVinskapur Karjakíns og stjórnvalda í Rússlandi þýðir að hann hefur getað seilst djúpt í rússneska ríkiskassann til að sækja sér fjármagn fyrir undirbúning einvígisins. Heimsmeistaratitillinn tapaðist árið 2007 og nú skal hann sóttur til baka. Í undirbúningsteymi hans má finna elítuþjálfarana Vladimír Potkín, Júrí Dokhoian og Alexander Motylev og aserska ofurstórmeistarann Shakhriyar Mamedyarov. Fyrir hinn almenna lesanda, sem ekki hefur brennandi áhuga á skák, er það sambærilegt því að hafa Pep Guardiola, José Mourinho, Alex Ferguson og Neymar í sínu teymi þegar þú sjálfur ert Lionel Messi. Þá á eftir að minnast á Önnu Chakvetadze en hún var um skeið ein allra besta tenniskona heims. Hún sér um þrekþjálfun stórmeistarans. Bæði Carlsen og Karjakín vita að til þess að endast klukkustundum saman við borðið þurfa bæði líkami og hugur að vera í toppstandi. Sjálfur ver Carlsen löngum stundum á hlaupabrettinu til að tryggja hámarkseinbeitingu. Sitjandi heimsmeistara hefur oftar en ekki verið lýst sem „svíðara“. Í því felst að hann á það til að skipta upp mönnum og þreyta andstæðinginn í krefjandi endatafli. Minnsti afleikur eða örlítil ónákvæmni mótherjans getur kostað skákina og stundum er erfitt fyrir andstæðinginn að benda á hvar hann fór út af sporinu. Skákstíll Karjakíns er að vissu leyti svipaður Carlsens. Hann forðast það að hleypa hlutum í háaloft, mætir vel undirbúinn og reynir að ná frumkvæði í miðtaflinu. Þá er hann annálaður fyrir að ná að halda í horfinu í erfiðum stöðum og finnur oftar en ekki bestu leiðina þegar andstæðingar hans brydda upp á nýjungum. Á móti kemur að hann á það til að leika af sér í tímahraki.Fyrstu sjö skákum einvígisins lauk með jafntefli.Vísir/EPASjaldséð mistök MagnusarEftirvæntingin fyrir einvíginu var mikil. Um víða veröld sátu skákáhugamenn sveittir á efri vörinni og búnir að poppa, þegar klukkan var sett af stað. Óhætt er að segja að fyrstu tvær skákirnar hafi verið vonbrigði og sú þriðja virtist stefna sömu leið. Meira að segja menn með brennandi áhuga á skák minntust á þornandi málningu. Dramatíkin hófst í þeirri þriðju eftir rúmlega fimm klukkustunda langa setu. Carlsen hafði juðast á Karjakín sem varðist fimlega í erfiðri stöðu. Tveir ónákvæmir leikir urðu til þess að staða Rússans varð næsta vonlaus en Norðmaðurinn launaði greiðann. Heima sátu áhugamenn, með „ógeðin“ mallandi við hlið sér og trúðu ekki eigin augum. Næstu skákir voru næsta rólegar en í þeirri áttundu dró til tíðinda. Þegar tímamörkin nálguðust lék Carlsen sjaldséðum afleik og sat uppi með vonlausa stöðu. Karjakin launaði hins vegar greiðann nær samstundis. Síðar í skákinni lék Carlsen af sér á ný, Karjakín gekk á lagið og settist í bílstjórasæti einvígisins. Níunda skákin fór fram í fyrradag og þegar tímamörkin nálguðust virtist flest benda til þess að Karjakín myndi landa öðrum sigrinum í röð. Ónákvæmni undir lokin, og fimleg vörn heimsmeistarans, varð til þess að í áttunda sinn í einvíginu sættust menn á skiptan hlut. Carlsen hafði sigur í tíundu skákinni og var virkilega létt að henni lokinni. Elleftu og tólftu skákinni lauk svo með jafntefli.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milliKarjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Í fyrstu tólf skákunum höfðu keppendur 100 mínútur hvor til að leika fyrstu 40 leikina. Þá bættust 50 mínútur við og aðrar fimmtán eftir 60 leiki. Að auki bættust 30 sekúndur við í hvert sinn sem ýtt var á klukkuna. Alls mátti gera ráð fyrir um þremur klukkutímum á mann. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu. Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Carlsen vann loks sigur: "Aldrei séð hann svona feginn“ Magnus Carlsen og Sergei Karjakin eru nú báðir með fimm vinninga þegar eftir á að tefla tvær skákir. 25. nóvember 2016 08:52 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Heimsmeistari í skák verður krýndur í kvöld þegar Norðmaðurinn og ríkjandi heimsmeistari, Magnus Carlsen, og áskorandinn, Sergey Karjakín frá Rússlandi, leiða saman riddara sína. Um bráðabana þeirra er að ræða en að loknum tólf skákum var staðan í einvíginu enn jöfn, sex vinningar gegn sex. Fyrsta skákin fór fram 11. nóvember og eru því tæpar þrjár vikur að baki í einvíginu sem fram fer í New York í Bandaríkjunum. Teflt verður til þrautar í kvöld og er mikil spenna í skákheiminum fyrir lokaskákinni. Skákin hefst klukkan 19 og verður fyrirkomulagið eftirfarandi (upplýsingar af Skák.is): 1. Fjórar skákir með umhugsunartíma 25 mínútur auk þess sem tíu sekúndur bætast á hvern leik. 2. Verði enn jafnt eftir skákirnar fjórar tefla þeir allt að fimm tveggja skáka einvígi með umhugsunartíma 5 mínútur auk þriggja sekúndna fyrir hvern leik. 3. Ef svo ólíklega vill til að enn verði jafnt tefla þeir svonefnda Armageddon-skák. Þar hefur hvítur fimm mínútur í umhugsunartíma en svartur fjórar mínútur. Svörtum dugar jafntefli til sigurs. Skákáhugamönnum er boðið að fylgjast með einvíginu í kvöld í húsakynnum Skáksambands Íslands í Faxafeni 12. Þar munu Björn Þorfinnsson og Ingvar Þór Jóhannesson vera með skákskýringar en skákunum verður varpað upp á skjá.Að neðan má hlusta á Hjörvar Stein Grétarsson, einn fremsta skákmann Íslands, ræða einvígið í Akraborginni á X-inu 977.Fjallað var ítarlega um einvígi Carlsen og Karjakín í helgarblaði Fréttablaðsins á dögunum. Umfjöllunina má sjá hér að neðan.Tveir hinna yngstu bítast um tignina Magnus Carlsen fæddist í Tönsberg í Noregi en fyrstu æviárin elti hann foreldra sína, sem báðir eru verkfræðingar, um Evrópu. Bjó hann til að mynda í eitt ár í Finnlandi og síðar í Belgíu. Faðir hans kenndi honum mannganginn þegar sá stutti var fimm ára en til að byrja með hafði Magnus meiri áhuga á að leggja þjóðfána, höfuðborgir og íbúafjölda ríkja heimsins á minnið. Þegar Carlsen var átta ára hóf hann að sinna skákinni af alvöru. Stórmeistarinn Simen Agdestein, og fyrrverandi landsliðsmaður Noregs í knattspyrnu, sá að Carlsen var mikið efni og hóf að kenna honum. Norðmaðurinn varð stórmeistari á vormánuðum 2004, sá þriðji yngsti í sögunni á eftir Sergeij Karjakin og Indverjandum Parimarjan Negi. Í árslok 2010 varð Carlsen stigahæsti skákmaður heims en þeim titli hefur hann haldið nær sleitulaust síðan. Indverjinn Viswanathan Anand er sá eini sem hefur skákað honum á listanum um stutta stund. Carlsen hirti heimsmeistaratignina, nokkuð auðveldlega, af Anand í einvígi þeirra árið 2013 og varði titilinn ári síðar.Magnus Carlsen vann loks sigur í tíundu skákinni.Vísir/AFPYngsti stórmeistarinnLíkt og Carlsen var Sergey Karjakín sannkallað undrabarn í skák. Árið 2002 var hann Ruslan Ponomariov, sem þá var átján ára, innan handar í heimsmeistaraeinvígi hans og Vasily Ivanchuk sem Ponomariov vann. Þá var Karjakín aðeins tólf ára gamall og enn landi Ponomariovs. Karjakín fæddist í Simferopol, höfuðborg Krímskaga-Úkraínu. Fyrstu æviárin tefldi hann fyrir hönd fæðingarlandsins en árið 2009 veitti Dimitry Medvedev, forseti Rússlands, honum ríkisborgararétt. Ástæðan fyrir breytingunni var sú að í Rússlandi átti hann greiðari aðgang að þeim styrktaraðilum og þjálfun sem hann taldi sig þurfa til að bæta sig í íþróttinni. Líkt og alþekkt er hefur Vladimír Pútín gert sitt besta undanfarin ár til að gera Krím hluta af Rússlandi. Hugsanlegt er, ef hann sigrar, að uppruni Karjakíns gæti nýst í áróðursstríði Moskvu. Í upphafi árs fór Karjakín í fyrsta skipti yfir 2.700 ELO-stig og hefur haldið sig þar síðan þá. Árið 2014 var hann aðeins einum vinningi frá því að skora Carlsen á hólm þegar hann lenti í öðru sæti, á eftir Anand, á áskorendamótinu. Þau mistök endurtóku sig ekki í mars á þessu ári þegar hann bar höfuð og herðar yfir aðra á áskorendamótinu sem fram fór í hans núverandi heimaborg, Moskvu.Skrattinn gegn ömmu sinniVinskapur Karjakíns og stjórnvalda í Rússlandi þýðir að hann hefur getað seilst djúpt í rússneska ríkiskassann til að sækja sér fjármagn fyrir undirbúning einvígisins. Heimsmeistaratitillinn tapaðist árið 2007 og nú skal hann sóttur til baka. Í undirbúningsteymi hans má finna elítuþjálfarana Vladimír Potkín, Júrí Dokhoian og Alexander Motylev og aserska ofurstórmeistarann Shakhriyar Mamedyarov. Fyrir hinn almenna lesanda, sem ekki hefur brennandi áhuga á skák, er það sambærilegt því að hafa Pep Guardiola, José Mourinho, Alex Ferguson og Neymar í sínu teymi þegar þú sjálfur ert Lionel Messi. Þá á eftir að minnast á Önnu Chakvetadze en hún var um skeið ein allra besta tenniskona heims. Hún sér um þrekþjálfun stórmeistarans. Bæði Carlsen og Karjakín vita að til þess að endast klukkustundum saman við borðið þurfa bæði líkami og hugur að vera í toppstandi. Sjálfur ver Carlsen löngum stundum á hlaupabrettinu til að tryggja hámarkseinbeitingu. Sitjandi heimsmeistara hefur oftar en ekki verið lýst sem „svíðara“. Í því felst að hann á það til að skipta upp mönnum og þreyta andstæðinginn í krefjandi endatafli. Minnsti afleikur eða örlítil ónákvæmni mótherjans getur kostað skákina og stundum er erfitt fyrir andstæðinginn að benda á hvar hann fór út af sporinu. Skákstíll Karjakíns er að vissu leyti svipaður Carlsens. Hann forðast það að hleypa hlutum í háaloft, mætir vel undirbúinn og reynir að ná frumkvæði í miðtaflinu. Þá er hann annálaður fyrir að ná að halda í horfinu í erfiðum stöðum og finnur oftar en ekki bestu leiðina þegar andstæðingar hans brydda upp á nýjungum. Á móti kemur að hann á það til að leika af sér í tímahraki.Fyrstu sjö skákum einvígisins lauk með jafntefli.Vísir/EPASjaldséð mistök MagnusarEftirvæntingin fyrir einvíginu var mikil. Um víða veröld sátu skákáhugamenn sveittir á efri vörinni og búnir að poppa, þegar klukkan var sett af stað. Óhætt er að segja að fyrstu tvær skákirnar hafi verið vonbrigði og sú þriðja virtist stefna sömu leið. Meira að segja menn með brennandi áhuga á skák minntust á þornandi málningu. Dramatíkin hófst í þeirri þriðju eftir rúmlega fimm klukkustunda langa setu. Carlsen hafði juðast á Karjakín sem varðist fimlega í erfiðri stöðu. Tveir ónákvæmir leikir urðu til þess að staða Rússans varð næsta vonlaus en Norðmaðurinn launaði greiðann. Heima sátu áhugamenn, með „ógeðin“ mallandi við hlið sér og trúðu ekki eigin augum. Næstu skákir voru næsta rólegar en í þeirri áttundu dró til tíðinda. Þegar tímamörkin nálguðust lék Carlsen sjaldséðum afleik og sat uppi með vonlausa stöðu. Karjakin launaði hins vegar greiðann nær samstundis. Síðar í skákinni lék Carlsen af sér á ný, Karjakín gekk á lagið og settist í bílstjórasæti einvígisins. Níunda skákin fór fram í fyrradag og þegar tímamörkin nálguðust virtist flest benda til þess að Karjakín myndi landa öðrum sigrinum í röð. Ónákvæmni undir lokin, og fimleg vörn heimsmeistarans, varð til þess að í áttunda sinn í einvíginu sættust menn á skiptan hlut. Carlsen hafði sigur í tíundu skákinni og var virkilega létt að henni lokinni. Elleftu og tólftu skákinni lauk svo með jafntefli.120 milljóna verðlaunapotti skipt á milliKarjakín vann sér inn einvígið gegn Carlsen með því að vera hlutskarpastur á áskorendamótinu svokallaða. Meðal annarra á mótinu má nefna Viswanathan Anand, Fabiano Caruana, Peter Svidler og Anish Giri. Í fyrstu tólf skákunum höfðu keppendur 100 mínútur hvor til að leika fyrstu 40 leikina. Þá bættust 50 mínútur við og aðrar fimmtán eftir 60 leiki. Að auki bættust 30 sekúndur við í hvert sinn sem ýtt var á klukkuna. Alls mátti gera ráð fyrir um þremur klukkutímum á mann. Áður fyrr var það þannig að ríkjandi heimsmeistari héldi titlinum lyki keppni á jöfnu, eins og tilfellið er nú. Þeirri reglu hefur verið kastað fyrir borð. Auk heimsmeistaratignarinnar hlýtur sigurvegarinn bróðurpartinn af 120 milljóna króna verðlaunafénu.
Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Carlsen vann loks sigur: "Aldrei séð hann svona feginn“ Magnus Carlsen og Sergei Karjakin eru nú báðir með fimm vinninga þegar eftir á að tefla tvær skákir. 25. nóvember 2016 08:52 Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29
Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55
Carlsen vann loks sigur: "Aldrei séð hann svona feginn“ Magnus Carlsen og Sergei Karjakin eru nú báðir með fimm vinninga þegar eftir á að tefla tvær skákir. 25. nóvember 2016 08:52
Úrslitaskákinni lauk með jafntefli svo ballið heldur áfram Stórmeistararnir munu þurfa að tefla atskákir. 28. nóvember 2016 20:02
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent