Innlent

Leggja dagsektir á Primera Air

Sveinn Arnarsson skrifar
Flugvél Primera Air á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Primera Air á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Hörður
Flugfélagið Primera Air hefur enn ekki greitt út bætur til farþega vegna tafa á flugi frá Tenerife til Keflavíkur þann 26. ágúst í fyrra. Samgöngustofa, sem gerði fyrirtækinu skylt að greiða þessar bætur, hefur því ákveðið að leggja dagsektir á flugfélagið.

Flugferðin sem um ræðir vakti mikla athygli fyrir gífurlega seinkun. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur, sem alla jafna tekur um það bil fimm klukkustundir tók rúman sólarhring.

Flugfélagið hugðist upphaflega engar bætur greiða vegna seinkunarinnar, en farþegar voru sumir hverjir ósáttir og kvörtuðu til Samgöngustofu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×