Ólafur Elíasson hyggst koma fyrir risa gosbrunni í Versölum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2016 23:36 Listamaðurinn segir að gosbrunnurinn verði "ótrúlega stór“. Mynd/Stefán - Getty Listamaðurinn Ólafur Elíasson hyggst koma fyrir risavöxnum gosbrunni í Versala-höllinni í Frakkklandi í sumar. Ólafur segir að gosbrunnurinn verði „ótrúlega hár“ en hann mun einnig umbreyta tveim trjálundum í grennd við höllina. Ólafur vill þó ekki gefa upp nákvæmlega hversu hár gosbrunnurinn verður sem staðsettur verður í hinni gríðarstóru tjörn sem nefnist Grand Canal. „Ég gæti sagt ykkur hversu hár hann á að vera en ég ætla ekki að gera það vegna þess að áhorfandinn þarf að ákvarða hversu hátt er hátt,“ sagði Ólafur Elíasson í samtali við fréttastofu AFP.Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að gríðarstór gosbrunnur yrði reistur þegar höllin var byggð á 17. öld en ekki tókst að koma honum í gagnið þrátt fyrir tilraunir þess efnis.Gosbrunnurinn mun rísa í hinni gríðarstóru tjörn sem sést hér á myndinni.Vísir/GettySegir Ólafur að honum muni takast að gera hið ómögulega mögulegt með því að reisa gosbrunninn. Áætlað er að gosbrunnurinn verði það stór að auðveldlega megi sjá hann frá Speglasalnum fræga í höllinni. Þá segir Ólafur að standi maður við Apollo-gosbrunninn muni gosbrunnirinn sem Ólafur hyggst koma fyrir líta út fyrir að vera „ótrúlega stór.“ Ólafur mun einnig umbreyta tveim trjálundum í hallargarðinum. Í öðrum þeirra mun hann dæla þoku eða gufu og í hinum mun hann koma fyrir jarðvegi sem gríðarstór ísjaki úr Grænlandsjökli skyldi eftir sig en ísjakinn var hluti af listaverki Ólafs sem hann setti upp fyrir loftslagsráðstefnuna í París sem fram fór á síðasta ári. Ólafur segist hafa gengið um höllina og hallargarðinn að nóttu til þess að fá tilfinningu fyrir staðnum í undirbúningu sínum fyrir uppsettningu listaverksins en Ólafur mun einnig setja upp smærri listaverk inn í höllinni sjálfri. Sýningin mun opna 7. júní næstkomandi og standa til 30. október. Menning Tengdar fréttir Ólafur Elíasson hannar ballett með Jamie xx úr The xx Samstarfsverkefni Ólafs Elíassonar, Jamie xx og balletthöfundarins Wayne McGregor í undirbúningi fyrir Park Avenue Armory. 21. nóvember 2014 09:00 Ólafur fær góða dóma í Danmörku Sýning Ólafs Elíassonar í Louisiana fékk fimm stjörnur af sex í Berlingske. 22. ágúst 2014 14:45 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hyggst koma fyrir risavöxnum gosbrunni í Versala-höllinni í Frakkklandi í sumar. Ólafur segir að gosbrunnurinn verði „ótrúlega hár“ en hann mun einnig umbreyta tveim trjálundum í grennd við höllina. Ólafur vill þó ekki gefa upp nákvæmlega hversu hár gosbrunnurinn verður sem staðsettur verður í hinni gríðarstóru tjörn sem nefnist Grand Canal. „Ég gæti sagt ykkur hversu hár hann á að vera en ég ætla ekki að gera það vegna þess að áhorfandinn þarf að ákvarða hversu hátt er hátt,“ sagði Ólafur Elíasson í samtali við fréttastofu AFP.Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að gríðarstór gosbrunnur yrði reistur þegar höllin var byggð á 17. öld en ekki tókst að koma honum í gagnið þrátt fyrir tilraunir þess efnis.Gosbrunnurinn mun rísa í hinni gríðarstóru tjörn sem sést hér á myndinni.Vísir/GettySegir Ólafur að honum muni takast að gera hið ómögulega mögulegt með því að reisa gosbrunninn. Áætlað er að gosbrunnurinn verði það stór að auðveldlega megi sjá hann frá Speglasalnum fræga í höllinni. Þá segir Ólafur að standi maður við Apollo-gosbrunninn muni gosbrunnirinn sem Ólafur hyggst koma fyrir líta út fyrir að vera „ótrúlega stór.“ Ólafur mun einnig umbreyta tveim trjálundum í hallargarðinum. Í öðrum þeirra mun hann dæla þoku eða gufu og í hinum mun hann koma fyrir jarðvegi sem gríðarstór ísjaki úr Grænlandsjökli skyldi eftir sig en ísjakinn var hluti af listaverki Ólafs sem hann setti upp fyrir loftslagsráðstefnuna í París sem fram fór á síðasta ári. Ólafur segist hafa gengið um höllina og hallargarðinn að nóttu til þess að fá tilfinningu fyrir staðnum í undirbúningu sínum fyrir uppsettningu listaverksins en Ólafur mun einnig setja upp smærri listaverk inn í höllinni sjálfri. Sýningin mun opna 7. júní næstkomandi og standa til 30. október.
Menning Tengdar fréttir Ólafur Elíasson hannar ballett með Jamie xx úr The xx Samstarfsverkefni Ólafs Elíassonar, Jamie xx og balletthöfundarins Wayne McGregor í undirbúningi fyrir Park Avenue Armory. 21. nóvember 2014 09:00 Ólafur fær góða dóma í Danmörku Sýning Ólafs Elíassonar í Louisiana fékk fimm stjörnur af sex í Berlingske. 22. ágúst 2014 14:45 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ólafur Elíasson hannar ballett með Jamie xx úr The xx Samstarfsverkefni Ólafs Elíassonar, Jamie xx og balletthöfundarins Wayne McGregor í undirbúningi fyrir Park Avenue Armory. 21. nóvember 2014 09:00
Ólafur fær góða dóma í Danmörku Sýning Ólafs Elíassonar í Louisiana fékk fimm stjörnur af sex í Berlingske. 22. ágúst 2014 14:45