Fótbolti

Bravo fer til City um leið og Cillessen skrifar undir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bravo lyftir höndum.
Bravo lyftir höndum. vísir/getty
Manchester City hefur náð samkomulagi við Barcelona um kaup á markverðinum Claudio Bravo, en hann á að verða markmaður númer eitt hjá þeim bláu í Manchester.

Guillem Balague, sparkspekingur Sky Sports á Spáni, greindi frá því á föstudagskvöld að samningar hefðu náðst og að fjölskylda Bravo hafi greint frá því að þau væru að flytja til Manchester.

„Við höfum samþykkt upphafstilboð Manchester City í Bravo. Þegar Claudio fer þá vonumst við eftir að fá nýjan markvörð, en við erum að bíða eftir að eitthvað gerist,” sagði Robert Fernandez, tæknilegur ráðgjafi Barcelona, við Twitter-síðu félagsins.

Eins og Vísir greindi frá í gær er Jasper Cillessen á leið til Barcelona frá Ajax, en hann á að berjast við Marc-André ter Stegen um markvarðastöðuna hjá Barcelona sem er þó meiddur þessa stundina.

Talið er að Barcelona láti Bravo fara um leið og það er klárt að Cillessen komi til félagsins. Það á að gerast á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×