Egill Ragnar tryggði sér sæti í landsliðinu með sigri á úrtökumóti Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2016 23:16 Egill Ragnar Gunnarsson sveiflar kylfunni á Korpunni. mynd/seth/golf.is Egill Ragnar Gunnarsson, kylfingur úr GKG, tryggði sér sæti í A-landsliði Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Lúxemborg í júlí. Egill vann úrtökumót sem landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson stóðu fyrir en leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Fimmtán kylfingum var boðið og náðu tólf að klára. Þessi tvítugi kylfingur fór hringina fjóra á níu höggum undir pari vallarins en bent er á í frétt Golf.is að Birgir Leifur fór sjálfur fjóra hringi á tíu höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpunni fyrir þremur árum. „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði Egill Ragnar í viðtali við Golf.is en sigur hans var öruggur. Næsti maður, Gísli Sveinbergsson úr GK spilaði á fjórum höggum undir pari. A-landslið karla leikur í 2. deild á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana 6.-9. júlí. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Egill Ragnar Gunnarsson, kylfingur úr GKG, tryggði sér sæti í A-landsliði Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Lúxemborg í júlí. Egill vann úrtökumót sem landsliðsþjálfararnir Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson stóðu fyrir en leikið var á Korpúlfsstaðavelli. Fimmtán kylfingum var boðið og náðu tólf að klára. Þessi tvítugi kylfingur fór hringina fjóra á níu höggum undir pari vallarins en bent er á í frétt Golf.is að Birgir Leifur fór sjálfur fjóra hringi á tíu höggum undir pari þegar hann varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpunni fyrir þremur árum. „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði Egill Ragnar í viðtali við Golf.is en sigur hans var öruggur. Næsti maður, Gísli Sveinbergsson úr GK spilaði á fjórum höggum undir pari. A-landslið karla leikur í 2. deild á Evrópumeistaramótinu í Lúxemborg dagana 6.-9. júlí.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira