Erlent

Loftárásir gerðar á þrjú sjúkrahús í Aleppo

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin er úr byggingu sem stóð gengt sjúkrahúsi í borginni.
Myndin er úr byggingu sem stóð gengt sjúkrahúsi í borginni. vísir/afp
Að minnsta kosti fimmtán eru sagðir hafa látist og tugir eru særðir eftir fjölda loftárása á sýrlensku borgina Aleppo. Sprengjum var meðal annars varpað á spítala í borginni. Sagt er frá á vef BBC.

Undanfarin ár hafa stærstu hlutar borgarinnar verið á valdi uppreisnarmanna. Síðast í gær sagði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, að hann hyggðist endurheimta hverja einustu „tommu“ af landi sem tapast hefur í sýrlensku borgarastyrjöldinni.

Einn spítalanna þriggja er einn fárra sem enn býður upp á læknisþjónustu fyrir börn. Hjúkrunarstarfsmenn neyddust til að yfirgefa spítalann og reyna að grípa með sér eins marga sjúklinga og unnt var.

Ekki er vitað hverjir standa á bak við árásirnar en þó er vitað að stjórnarherinn vinnur að því hörðum höndum að þá borginni á sitt vald á ný.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×