Innlent

Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn

Bjarki Ármannsson skrifar
Yfirvinnubann hefur verið í gildi hjá félagi flugumferðarstjóra undanfarnar vikur og valdið talsverðum töfum á Keflavíkurflugvelli.
Yfirvinnubann hefur verið í gildi hjá félagi flugumferðarstjóra undanfarnar vikur og valdið talsverðum töfum á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Stefán
Verkfallsaðgerðir Félags íslenska flugumferðarstjóra verða samstundis óheimilar ef stjórnarfrumvarp sem lagt verður fram á þingfundi síðar í dag verður samþykkt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. Ríkistjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að grípa inn í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia með lagasetningu.

Þingfundur hefur verið boðaður nú klukkan þrjú og verður þar fjallað um frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem kveður á um að gerðardómur verði skipaður til að útkljá deiluna ef samningar nást ekki fyrir 24. júní næstkomandi.

Yfirvinnubann hefur verið í gildi hjá félagi flugumferðarstjóra undanfarnar vikur og valdið talsverðum töfum á Keflavíkurflugvelli. Verði stjórnarfrumvarpið samþykkt á eftir, mun það þegar taka gildi og yfirvinnubannið úrskurðað óheimilt.


Tengdar fréttir

Flugumferðarstjórar eygja ekki lausn

Samningafundi flug­umferðarstjóra í launadeilu þeirra við Isavia og Samtök atvinnulífsins lauk án árangurs eftir að hafa staðið í allan gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×