Grafreitir og samfélagsleg mörk Steinunn J. Kristjánsdóttir skrifar 9. apríl 2016 10:30 Frá uppgreftrinum í Víkurkirkjugarði framan Landssímahúsið í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Sá hvati að koma jarðneskum leifum látinna fyrir á endanlegum og viðeigandi stað hefur sennilega fylgt mannkyninu frá öndverðu. Hvatinn getur verið margs konar, mótaður af trúarlegum siðum, hugmyndum um persónulegan eða menningarbundinn eignarrétt, samkennd, þjóðernisrómantík eða einfaldlega meðaumkun með þeim sem minna mega sín og geta ekki lengur varið sig. Oft endurspegla þannig hvers kyns grafreitir viðkvæm samfélagsleg mörk. Það kann því að hljóma þversagnakennt að fjölmörg dæmi eru um að líkamsleifar séu ýmist fluttar út fyrir þessi mörk eða inn fyrir þau.Vígð og óvígð mörk Eitt merkilegasta dæmi um tilfærslu beina er ef til vill það þegar ákveðið var að grafa upp og flytja bein skáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Kaupmannahöfn til Íslands árið 1946. Óljóst er raunar hvort rétt gröf hafi verið opnuð ytra en eftir að uppgrafnar leifar höfðu verið fluttar heim fór af stað farsakennd atburðarás þar sem beinunum var á endanum stolið í skjóli nætur. Upp spruttu síðan hatrammar deilur um það hvar þau ættu að enda: á heimaslóðum skáldsins í Öxnadal eða í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, sem raunar var markmiðið í upphafi. Þetta dæmi sýnir að ástæður fyrir tilfærslu beina og líkamsleifa geta vissulega verið margslungnar en í tilviki Jónasar var deilt um það í hvaða kirkjugarði bein hans áttu að enda – ekki um það hvort þau myndu enda innan eða utan vígðra marka. Í kaþólskum sið tíðkaðist það að vísu að taka upp bein merkra manna kirkjunnar og grafa aftur sem víðast, eins og til dæmis bein Hólabiskupanna Jóns Ögmundssonar og Guðmundar góða Arasonar. Þessi tilfærsla beina var vissulega trúarlegs eðlis en líka pólitísk. Oft eru bein raunar grafin upp úr vígðum mörkum kirkjugarða í þágu vísinda og flutt til geymslu á safni, án mikilla athugasemda, en þegar tilfærslan á sér stað til þess að rýma fyrir nýjum samfélagslegum gildum getur flutningurinn á hinn bóginn orkað tvímælis, eins og bent hefur verið á vegna yfirstandandi uppgraftar á Víkurkirkjugarði á lóð fyrir framan Landsímahúsið í miðbæ Reykjavíkur. Verður hluti þessa elsta þekkta grafreits Reykvíkinga tæmdur og bein flutt burtu en lóðin gerð að garði við 16 hæða hótel sem þar mun rísa.Steinunn J. Kristjánsdóttir pófessor í fornleifafræði og höfundur greinarinnar.Fréttablaðið/StefánGrænu stígvélin Því fer hins vegar fjarri að jarðneskar leifar fólks hafi einungis verið fluttar til vegna þjóðernisrómantíkur, hugmynda um eignarrétt eða í þágu vísinda og fræða. Kvikmynd Baltasars Kormáks frá 2015, Everest, byggir á sannsögulegum atburðum um það þegar átta fjallgöngumenn fórust í hlíðum þessa hæsta fjalls veraldar í maí árið 1996. Frægast þeirra er lík af ónefndum manni sem hlaut heitið „Grænu stígvélin“ (e. Green boots) vegna grænna stígvéla sem hann var í á göngu sinni. „Grænu stígvélin“ urðu smám saman að kennileiti göngumanna á leið sinni á fjallið. Það var þó sérstaklega eftir að annar fjallgöngumaður, Breti að nafni David Sharp, lést í sama hellisskúta á fjallinu áratug síðar, í maí árið 2006. Lík hans var flutt þaðan árið eftir, þrátt fyrir mikinn fjárhagslegan kostnað og áhættu við flutninginn sem kostaði einn mann lífið. Fjallgöngumenn tóku síðan eftir því að árið 2014 var búið að fjarlægja „Grænu stígvélin“ – sumsé hið svonefnda lík. Sögusagnir segja að það hafi verið jarðsett en ekki er vitað hvar.Agnes og Friðrik Fjölmörg önnnur dæmi má nefna. Meðal kristinna áttu dauðadæmdir lengi vel ekki rétt á greftrun innan kirkjugarðs, ekki frekar en börn sem dóu óskírð eða þeir sem höfðu tekið eigið líf. Um þetta giltu strangar reglur en ekki síður siðir sem fylgt var, svo dæmi sé tekið, hér á landi langt fram eftir síðustu öld. Svo virðist hins vegar sem að fólk hafi oftar en einu sinni tekið sig til og laumað jarðneskum leifum sakamanna á viðeignandi staði. Þetta gerðist til dæmis eftir að Agnes Magnúsdóttir, vinnukona á Illugastöðum, og Friðrik Sigurðsson, bóndasonur frá Katadal, voru tekin af lífi fyrir brot á landslögum, síðust Íslendinga, við Vatnsdalshóla í Austur-Húnavatnssýslu hinn 12. janúar 1830 (mynd 1 – Vatnsdalshólar eða höggstokkurinn þar). Voru þau hálshöggvin, höfuð þeirra sett á stangir og andlitin látin snúa í alfaraleið eftir aftökuna sem fór fram að viðstöddum öllum bændum í sýslunni, 150 talsins, til áminningar fyrir eftirlifandi. Skömmu eftir aftökuna hurfu höfuð Agnesar og Friðriks af stöngunum en líkamar þeirra höfðu þá þegar verið dysjaðir á aftökustað. Ýmsar sögur fóru á kreik um hvarfið. Sagt var að Guðrún Runólfsdóttir, húsfreyja á Þingeyrum, hafi sent vinnumann af bænum til þess að taka höfuðin niður og jarða í kirkjugarðinum þar. Í annarri sögu segir að smaladrengur frá Sveinsstöðum hafi hræðst þessi höfuð svo mikið að hann hafi tekið þau niður og grafið á staðnum. Síðari sagan kann að vera sönn, því þessi grimmilega aftaka sat svo lengi í sveitungum nyrðra að 100 árum síðar var ákveðið – að fengnu leyfi frá biskupi – að grafa kistur Agnesar og Friðriks upp úr dysjum þeirra og jarða þau í kyrrþey í hinum vígða kirkjugarði á Tjörn á Vatnsnesi. Skammt frá dysjunum tveimur fundust svo höfuðin tvö, ásamt 10 cm löngu broti úr annarri stönginni. Þau höfðu þá eftir allt verið dysjuð á sama stað – enda þótt enginn viti hver sá um það verk eða hvenær – en bæði líkamar og höfuð lágu alltént utan við þau samfélagslegu mörk sem grafreitir mynda meðal almennings.Millur sem fundust við bein Agnesar. Þær benda til þess að hún hafi verið prúðbúin við aftökuna.Mynd Sólveig Benjamínsdóttir safnstjóri Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.Steinunn frá Sjöundá En þetta er heldur ekki eina þekkta dæmið um það að lík sakamanna hafi verið grafin upp og flutt á viðeigandi stað – sennilega vegna meðaumkunar og samúðar almennings gagnvart þeim sem voru berskjaldaðir fyrir hvers kyns auðmýkingu. Leynd hvíldi þá gjarnan yfir uppgreftrinum en líka útförinni, eins og í tilviki Agnesar og Friðriks. Nafna mín, hin dauðadæmda Steinunn frá Sjöundá á Rauðasandi, var urðuð í trékistu á Skólavörðuholtinu eftir að hún andaðist 31. ágúst 1805 í tukthúsinu á Skólavörðustíg. Nokkrir samfangar hennar báru kistuna upp á holtið og grófu niður í grunna gröf sem þeir huldu grjóti. Síðan stækkaði dysin af því að hún var í alfaraleið en vegfarendur köstuðu gjarnan steini í hana. Þar lá jú sakakvendið Steinunn Sveinsdóttir sem hafði verið dæmd til dauða, ásamt Bjarna Bjarnasyni frá sama bæ, fyrir að hafa í ást sinni á hvort öðru myrt maka sína. Skyldu þau hálshöggvin og höfuð sett á stengur. Var Bjarni fluttur til Kristiansands í Noregi þar sem dómnum var framfylgt síðar um haustið 1805. Stjakinn sem höfuð Steinunnar átti að standa á var aftur á móti settur á gröf hennar, því hún lést jú áður en aftakan fór fram. Það var síðan 110 árum seinna að kista Steinunnar var grafin upp í látlausri athöfn og beinin greftruð í vígðri mold í suðurvesturhorni kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík. Sakamenn töldust einnig þeir sem tóku eigið líf eða dóu óskírðir. Til eru ótal frásagnir af því þegar þeir voru jarðaðir, ýmist utan eða innan garðs í laumi, allt fram á miðja síðustu öld. Í endurminningum sínum segir Hulda Á. Stefánsdóttir húsfreyja á Þingeyrum í Húnaþingi, svo frá: „Þá var einnig merkt ofan á garðinn, hvar líkkistu hafði verið skotið yfir hann. Sjúkur maður hafði fyrirfarið sér nokkrum árum áður en ég fluttist vestur. Urðu um það talsverðar deilur, hvort leyfilegt væri, að hann fengi leg í kirkjugarðinum á Þingeyrum. Þar hafði hann óskað eftir að hvíla, enda hafði hann átt heima í sókninni. Leyfi fékkst með því skilyrði, að kistan yrði ekki borin inn um sáluhliðið, heldur yrði henni lyft yfir garðinn, skammt sunnan við hliðið. Mörgum kann að þykja þetta ótrúlegt, en það er satt; kunningi minn sýndi mér mynd af því, þegar kistunni var lyft inn í garðinn.“ Þarna var farið á svig við lög Guðs og manna og séð til þess að ungi maðurinn fengi að hvíla innan garðs.Samkennd Það kann að vera að kjarni þessa viðkvæma og þversagnarkennda en ríka hvata til þess að færa jarðneskar leifar látinna í öruggt skjól liggi öðru fremur í menningarbundinni samkennd en líka meðaumkun með þeim sem ekki geta varið sig sjálfir, burtséð frá trú eða siðum. Áminningin um grimmileg örlög sakamanna, eins og t.d. Agnesar, Friðriks og Steinunnar, eða fjallgöngumannanna tveggja, fyrst Grænu stígvélanna og síðan Davids Sharp, kveiktu án efa hvatann að því að færa þau öll á vísa staði – hver svo sem hinn endanlegi staður er. Greininn birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. apríl og er hana er einnig að finna ásamt heimildarskrá á https://hugras.is/ Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sá hvati að koma jarðneskum leifum látinna fyrir á endanlegum og viðeigandi stað hefur sennilega fylgt mannkyninu frá öndverðu. Hvatinn getur verið margs konar, mótaður af trúarlegum siðum, hugmyndum um persónulegan eða menningarbundinn eignarrétt, samkennd, þjóðernisrómantík eða einfaldlega meðaumkun með þeim sem minna mega sín og geta ekki lengur varið sig. Oft endurspegla þannig hvers kyns grafreitir viðkvæm samfélagsleg mörk. Það kann því að hljóma þversagnakennt að fjölmörg dæmi eru um að líkamsleifar séu ýmist fluttar út fyrir þessi mörk eða inn fyrir þau.Vígð og óvígð mörk Eitt merkilegasta dæmi um tilfærslu beina er ef til vill það þegar ákveðið var að grafa upp og flytja bein skáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Kaupmannahöfn til Íslands árið 1946. Óljóst er raunar hvort rétt gröf hafi verið opnuð ytra en eftir að uppgrafnar leifar höfðu verið fluttar heim fór af stað farsakennd atburðarás þar sem beinunum var á endanum stolið í skjóli nætur. Upp spruttu síðan hatrammar deilur um það hvar þau ættu að enda: á heimaslóðum skáldsins í Öxnadal eða í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, sem raunar var markmiðið í upphafi. Þetta dæmi sýnir að ástæður fyrir tilfærslu beina og líkamsleifa geta vissulega verið margslungnar en í tilviki Jónasar var deilt um það í hvaða kirkjugarði bein hans áttu að enda – ekki um það hvort þau myndu enda innan eða utan vígðra marka. Í kaþólskum sið tíðkaðist það að vísu að taka upp bein merkra manna kirkjunnar og grafa aftur sem víðast, eins og til dæmis bein Hólabiskupanna Jóns Ögmundssonar og Guðmundar góða Arasonar. Þessi tilfærsla beina var vissulega trúarlegs eðlis en líka pólitísk. Oft eru bein raunar grafin upp úr vígðum mörkum kirkjugarða í þágu vísinda og flutt til geymslu á safni, án mikilla athugasemda, en þegar tilfærslan á sér stað til þess að rýma fyrir nýjum samfélagslegum gildum getur flutningurinn á hinn bóginn orkað tvímælis, eins og bent hefur verið á vegna yfirstandandi uppgraftar á Víkurkirkjugarði á lóð fyrir framan Landsímahúsið í miðbæ Reykjavíkur. Verður hluti þessa elsta þekkta grafreits Reykvíkinga tæmdur og bein flutt burtu en lóðin gerð að garði við 16 hæða hótel sem þar mun rísa.Steinunn J. Kristjánsdóttir pófessor í fornleifafræði og höfundur greinarinnar.Fréttablaðið/StefánGrænu stígvélin Því fer hins vegar fjarri að jarðneskar leifar fólks hafi einungis verið fluttar til vegna þjóðernisrómantíkur, hugmynda um eignarrétt eða í þágu vísinda og fræða. Kvikmynd Baltasars Kormáks frá 2015, Everest, byggir á sannsögulegum atburðum um það þegar átta fjallgöngumenn fórust í hlíðum þessa hæsta fjalls veraldar í maí árið 1996. Frægast þeirra er lík af ónefndum manni sem hlaut heitið „Grænu stígvélin“ (e. Green boots) vegna grænna stígvéla sem hann var í á göngu sinni. „Grænu stígvélin“ urðu smám saman að kennileiti göngumanna á leið sinni á fjallið. Það var þó sérstaklega eftir að annar fjallgöngumaður, Breti að nafni David Sharp, lést í sama hellisskúta á fjallinu áratug síðar, í maí árið 2006. Lík hans var flutt þaðan árið eftir, þrátt fyrir mikinn fjárhagslegan kostnað og áhættu við flutninginn sem kostaði einn mann lífið. Fjallgöngumenn tóku síðan eftir því að árið 2014 var búið að fjarlægja „Grænu stígvélin“ – sumsé hið svonefnda lík. Sögusagnir segja að það hafi verið jarðsett en ekki er vitað hvar.Agnes og Friðrik Fjölmörg önnnur dæmi má nefna. Meðal kristinna áttu dauðadæmdir lengi vel ekki rétt á greftrun innan kirkjugarðs, ekki frekar en börn sem dóu óskírð eða þeir sem höfðu tekið eigið líf. Um þetta giltu strangar reglur en ekki síður siðir sem fylgt var, svo dæmi sé tekið, hér á landi langt fram eftir síðustu öld. Svo virðist hins vegar sem að fólk hafi oftar en einu sinni tekið sig til og laumað jarðneskum leifum sakamanna á viðeignandi staði. Þetta gerðist til dæmis eftir að Agnes Magnúsdóttir, vinnukona á Illugastöðum, og Friðrik Sigurðsson, bóndasonur frá Katadal, voru tekin af lífi fyrir brot á landslögum, síðust Íslendinga, við Vatnsdalshóla í Austur-Húnavatnssýslu hinn 12. janúar 1830 (mynd 1 – Vatnsdalshólar eða höggstokkurinn þar). Voru þau hálshöggvin, höfuð þeirra sett á stangir og andlitin látin snúa í alfaraleið eftir aftökuna sem fór fram að viðstöddum öllum bændum í sýslunni, 150 talsins, til áminningar fyrir eftirlifandi. Skömmu eftir aftökuna hurfu höfuð Agnesar og Friðriks af stöngunum en líkamar þeirra höfðu þá þegar verið dysjaðir á aftökustað. Ýmsar sögur fóru á kreik um hvarfið. Sagt var að Guðrún Runólfsdóttir, húsfreyja á Þingeyrum, hafi sent vinnumann af bænum til þess að taka höfuðin niður og jarða í kirkjugarðinum þar. Í annarri sögu segir að smaladrengur frá Sveinsstöðum hafi hræðst þessi höfuð svo mikið að hann hafi tekið þau niður og grafið á staðnum. Síðari sagan kann að vera sönn, því þessi grimmilega aftaka sat svo lengi í sveitungum nyrðra að 100 árum síðar var ákveðið – að fengnu leyfi frá biskupi – að grafa kistur Agnesar og Friðriks upp úr dysjum þeirra og jarða þau í kyrrþey í hinum vígða kirkjugarði á Tjörn á Vatnsnesi. Skammt frá dysjunum tveimur fundust svo höfuðin tvö, ásamt 10 cm löngu broti úr annarri stönginni. Þau höfðu þá eftir allt verið dysjuð á sama stað – enda þótt enginn viti hver sá um það verk eða hvenær – en bæði líkamar og höfuð lágu alltént utan við þau samfélagslegu mörk sem grafreitir mynda meðal almennings.Millur sem fundust við bein Agnesar. Þær benda til þess að hún hafi verið prúðbúin við aftökuna.Mynd Sólveig Benjamínsdóttir safnstjóri Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna.Steinunn frá Sjöundá En þetta er heldur ekki eina þekkta dæmið um það að lík sakamanna hafi verið grafin upp og flutt á viðeigandi stað – sennilega vegna meðaumkunar og samúðar almennings gagnvart þeim sem voru berskjaldaðir fyrir hvers kyns auðmýkingu. Leynd hvíldi þá gjarnan yfir uppgreftrinum en líka útförinni, eins og í tilviki Agnesar og Friðriks. Nafna mín, hin dauðadæmda Steinunn frá Sjöundá á Rauðasandi, var urðuð í trékistu á Skólavörðuholtinu eftir að hún andaðist 31. ágúst 1805 í tukthúsinu á Skólavörðustíg. Nokkrir samfangar hennar báru kistuna upp á holtið og grófu niður í grunna gröf sem þeir huldu grjóti. Síðan stækkaði dysin af því að hún var í alfaraleið en vegfarendur köstuðu gjarnan steini í hana. Þar lá jú sakakvendið Steinunn Sveinsdóttir sem hafði verið dæmd til dauða, ásamt Bjarna Bjarnasyni frá sama bæ, fyrir að hafa í ást sinni á hvort öðru myrt maka sína. Skyldu þau hálshöggvin og höfuð sett á stengur. Var Bjarni fluttur til Kristiansands í Noregi þar sem dómnum var framfylgt síðar um haustið 1805. Stjakinn sem höfuð Steinunnar átti að standa á var aftur á móti settur á gröf hennar, því hún lést jú áður en aftakan fór fram. Það var síðan 110 árum seinna að kista Steinunnar var grafin upp í látlausri athöfn og beinin greftruð í vígðri mold í suðurvesturhorni kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík. Sakamenn töldust einnig þeir sem tóku eigið líf eða dóu óskírðir. Til eru ótal frásagnir af því þegar þeir voru jarðaðir, ýmist utan eða innan garðs í laumi, allt fram á miðja síðustu öld. Í endurminningum sínum segir Hulda Á. Stefánsdóttir húsfreyja á Þingeyrum í Húnaþingi, svo frá: „Þá var einnig merkt ofan á garðinn, hvar líkkistu hafði verið skotið yfir hann. Sjúkur maður hafði fyrirfarið sér nokkrum árum áður en ég fluttist vestur. Urðu um það talsverðar deilur, hvort leyfilegt væri, að hann fengi leg í kirkjugarðinum á Þingeyrum. Þar hafði hann óskað eftir að hvíla, enda hafði hann átt heima í sókninni. Leyfi fékkst með því skilyrði, að kistan yrði ekki borin inn um sáluhliðið, heldur yrði henni lyft yfir garðinn, skammt sunnan við hliðið. Mörgum kann að þykja þetta ótrúlegt, en það er satt; kunningi minn sýndi mér mynd af því, þegar kistunni var lyft inn í garðinn.“ Þarna var farið á svig við lög Guðs og manna og séð til þess að ungi maðurinn fengi að hvíla innan garðs.Samkennd Það kann að vera að kjarni þessa viðkvæma og þversagnarkennda en ríka hvata til þess að færa jarðneskar leifar látinna í öruggt skjól liggi öðru fremur í menningarbundinni samkennd en líka meðaumkun með þeim sem ekki geta varið sig sjálfir, burtséð frá trú eða siðum. Áminningin um grimmileg örlög sakamanna, eins og t.d. Agnesar, Friðriks og Steinunnar, eða fjallgöngumannanna tveggja, fyrst Grænu stígvélanna og síðan Davids Sharp, kveiktu án efa hvatann að því að færa þau öll á vísa staði – hver svo sem hinn endanlegi staður er. Greininn birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. apríl og er hana er einnig að finna ásamt heimildarskrá á https://hugras.is/
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira