Þrjú gulltímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Snæfellskonur fagna þriðja Íslandsmeistaratitli sínum í röð fyrir framan frábæra stuðningsmenn sína. Vísir/Ernir KR-karlar og Snæfells-konur enduðu enn eitt körfuboltatímabilið með gull um hálsinn og bikar í hendi en þau tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í vikunni. KR-ingar voru bestir í allan vetur í karladeildinni þrátt fyrir að vera án meiddra landsliðsmanna í upphafi tímabil og að hafa misst annan landsliðsmann rétt fyrir úrslitakeppni. Sami kjarninn var enn til staðar og KR-liðið hefur nú unnið níu seríur í röð í úrslitakeppni, eða alls 27 af 35 leikjum sínum í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár.Tíu titlum á eftir en nú jafnir Karlalið KR var ekki bara að vinna þrjú ár í röð í röð í fyrsta sinn í fimm áratugi heldur voru Vesturbæingar einnig að jafna met ÍR-inga yfir flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. KR og ÍR hafa nú unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla hvort félag en þegar ÍR vann sinn fimmtánda titil vorið 1977 voru KR-ingar tíu titlum á eftir. Helgi Már Magnússon kvaddi sem tvöfaldur meistari en hann er einn af fjórum leikmönnum KR-liðsins í dag sem hafa unnið alla þrjá titlana en hinir eru fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Freyr Stefánsson hefur jafnframt unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari sem enginn hefur náð síðan Gunnar Þorvarðarson afrekaði það með Njarðvíkurliðið á fyrstu þremur árum úrslitakeppninnar frá 1984 til 1986.Finnur Freyr hefur gert KR að meisturum þrjú ár í röð og Brynjar Þór Björnsson varð meistari í sjötta sinn. Vísir/ErnirMisstu enn einn lykilmanninn Enn á ný þurftu Snæfellskonur að yfirvinna brotthvarf lykilmanns því fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna síðasta vor en árið áður hafði Snæfellsliðið misst tvo íslenska byrjunarliðsmenn. Ingi Þór gerði vel í að plata Bryndísi Guðmundsdóttur í Hólminn og við komu hennar fengu Hólmarar aftur meistaraglampann í augun. Gunnhildur Gunnarsdóttir tók við leiðtogahlutverkinu af Hildi og enn á ný vann Snæfellsliðið í Kanahappadrættinu því Haiden Palmer var stórkostleg í allan vetur. Snæfellskonur voru ólíkt síðustu tveimur tímabilum ekki með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum en þær unnu alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni eins og síðustu þrjú ár og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á útivelli.Sögulegt hjá þjálfaranum Snæfellsstelpurnar hafa því enn ekki tapað í úrslitaeinvígi og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð sá fyrsti til að vinna úrslitakeppni kvenna þrjú ár í röð. Fyrir bæði liðin var þetta þó glæsilegra tímabil en árin á undan því að þessu sinni tryggðu þau sér einnig sigur í bikarkeppninni. KR vann einnig deildina og var í fyrsta sinn að vinna deild, úrslitakeppni og bikarkeppni á sama tímabilinu. Snæfellskonur höfðu aldrei unnið bikarinn áður en nú eru Hólmarar handhafar tveggja stærstu bikaranna í kvennaflokki í fyrsta sinn.Sérstakt körfuboltatímabil Þetta var annars mjög sérstakt körfuboltatímabil sem hófst með miklu ævintýri karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Berlínu, innihélt glæstan sigur kvennalandsliðsins á Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins og hefur þökk sé Körfuboltakvöldinu og Sportrásum 365 aldrei áður fengið aðra eins umfjöllun á ljósvakamiðlunum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
KR-karlar og Snæfells-konur enduðu enn eitt körfuboltatímabilið með gull um hálsinn og bikar í hendi en þau tryggðu sér bæði Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í vikunni. KR-ingar voru bestir í allan vetur í karladeildinni þrátt fyrir að vera án meiddra landsliðsmanna í upphafi tímabil og að hafa misst annan landsliðsmann rétt fyrir úrslitakeppni. Sami kjarninn var enn til staðar og KR-liðið hefur nú unnið níu seríur í röð í úrslitakeppni, eða alls 27 af 35 leikjum sínum í úrslitakeppninni undanfarin þrjú ár.Tíu titlum á eftir en nú jafnir Karlalið KR var ekki bara að vinna þrjú ár í röð í röð í fyrsta sinn í fimm áratugi heldur voru Vesturbæingar einnig að jafna met ÍR-inga yfir flesta Íslandsmeistaratitla í karlaflokki. KR og ÍR hafa nú unnið fimmtán Íslandsmeistaratitla hvort félag en þegar ÍR vann sinn fimmtánda titil vorið 1977 voru KR-ingar tíu titlum á eftir. Helgi Már Magnússon kvaddi sem tvöfaldur meistari en hann er einn af fjórum leikmönnum KR-liðsins í dag sem hafa unnið alla þrjá titlana en hinir eru fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson, Darri Hilmarsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Freyr Stefánsson hefur jafnframt unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrstu þremur árum sínum sem þjálfari sem enginn hefur náð síðan Gunnar Þorvarðarson afrekaði það með Njarðvíkurliðið á fyrstu þremur árum úrslitakeppninnar frá 1984 til 1986.Finnur Freyr hefur gert KR að meisturum þrjú ár í röð og Brynjar Þór Björnsson varð meistari í sjötta sinn. Vísir/ErnirMisstu enn einn lykilmanninn Enn á ný þurftu Snæfellskonur að yfirvinna brotthvarf lykilmanns því fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir lagði skóna á hilluna síðasta vor en árið áður hafði Snæfellsliðið misst tvo íslenska byrjunarliðsmenn. Ingi Þór gerði vel í að plata Bryndísi Guðmundsdóttur í Hólminn og við komu hennar fengu Hólmarar aftur meistaraglampann í augun. Gunnhildur Gunnarsdóttir tók við leiðtogahlutverkinu af Hildi og enn á ný vann Snæfellsliðið í Kanahappadrættinu því Haiden Palmer var stórkostleg í allan vetur. Snæfellskonur voru ólíkt síðustu tveimur tímabilum ekki með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum en þær unnu alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni eins og síðustu þrjú ár og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með sigri í oddaleik á útivelli.Sögulegt hjá þjálfaranum Snæfellsstelpurnar hafa því enn ekki tapað í úrslitaeinvígi og þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson varð sá fyrsti til að vinna úrslitakeppni kvenna þrjú ár í röð. Fyrir bæði liðin var þetta þó glæsilegra tímabil en árin á undan því að þessu sinni tryggðu þau sér einnig sigur í bikarkeppninni. KR vann einnig deildina og var í fyrsta sinn að vinna deild, úrslitakeppni og bikarkeppni á sama tímabilinu. Snæfellskonur höfðu aldrei unnið bikarinn áður en nú eru Hólmarar handhafar tveggja stærstu bikaranna í kvennaflokki í fyrsta sinn.Sérstakt körfuboltatímabil Þetta var annars mjög sérstakt körfuboltatímabil sem hófst með miklu ævintýri karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Berlínu, innihélt glæstan sigur kvennalandsliðsins á Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins og hefur þökk sé Körfuboltakvöldinu og Sportrásum 365 aldrei áður fengið aðra eins umfjöllun á ljósvakamiðlunum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti