Veittu 85 þúsund undirskriftum Kára Stefánssonar viðtöku Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. apríl 2016 16:18 Fulltrúar stjórnmálastéttarinnar komu sér fyrir á fremsta bekk í hátíðarsal Íslenskrar erfðagreiningar þegar Kári Stefánsson afhenti stjórnvöldum undirskriftir 85 þúsund Íslendinga. Krafa þeirra er að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins en Kári hefur haft veg og vanda af söfnuninni undanfarnar vikur. Þá stigu tónlistarmennirnir Ellen Kristjánsdóttir og Högni Egilsson á stokk. Fulltrúar allra flokka sendu fulltrúa sinn til að hlýða á hvatningarorð Kára sem messaði yfir hausamótunum á þeim. Hann sagði að krafa þessarar fjölmennustu undirskriftarsöfnunar Íslandssögunnar væri alveg skýr: betur þyrfti að gera í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann myndi gera hvað hann gæti til að gera heilbrigðismálin að aðalmálinu í næstu kosningum. Endurreisa þyrfti Landsspítalann sem væri illa tækjum búinn og undirmannaður. Til viðbótar við þetta sagði Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ sagði Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Heilbrigðisráðherra tók við undirskriftunum.vísir/egill Alþingi Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið verði aðalkosningamálið Kári Stefánsson afhendir í dag undirskriftir yfir 85 þúsund Íslendinga sem krefjast hærri framlaga til heilbrigðiskerfisins. 30. apríl 2016 07:00 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fulltrúar stjórnmálastéttarinnar komu sér fyrir á fremsta bekk í hátíðarsal Íslenskrar erfðagreiningar þegar Kári Stefánsson afhenti stjórnvöldum undirskriftir 85 þúsund Íslendinga. Krafa þeirra er að Alþingi verji árlega 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til rekstur heilbrigðiskerfisins en Kári hefur haft veg og vanda af söfnuninni undanfarnar vikur. Þá stigu tónlistarmennirnir Ellen Kristjánsdóttir og Högni Egilsson á stokk. Fulltrúar allra flokka sendu fulltrúa sinn til að hlýða á hvatningarorð Kára sem messaði yfir hausamótunum á þeim. Hann sagði að krafa þessarar fjölmennustu undirskriftarsöfnunar Íslandssögunnar væri alveg skýr: betur þyrfti að gera í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann myndi gera hvað hann gæti til að gera heilbrigðismálin að aðalmálinu í næstu kosningum. Endurreisa þyrfti Landsspítalann sem væri illa tækjum búinn og undirmannaður. Til viðbótar við þetta sagði Kári að greiðsluþátttaka sjúklinga sé gjörsamlega óásættanleg. „Heilbrigðisþjónusta á Íslandi á að vera ókeypis. Við viljum að það sé hlúð að lösnu og meiddu fólki í landinu,“ sagði Kári. Í erindi sem Kári birti á vefnum endurreisn.is, þar sem undirskriftanna var safnað, kemur fram að Íslendingar eyði því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál og það sé langt undir meðaltali á Norðurlöndum. Á síðasta aldarfjórðungi hafi stjórnvöld vannært íslenskt heilbrigðiskerfi, að því marki að það sé ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi.Heilbrigðisráðherra tók við undirskriftunum.vísir/egill
Alþingi Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið verði aðalkosningamálið Kári Stefánsson afhendir í dag undirskriftir yfir 85 þúsund Íslendinga sem krefjast hærri framlaga til heilbrigðiskerfisins. 30. apríl 2016 07:00 Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Heilbrigðiskerfið verði aðalkosningamálið Kári Stefánsson afhendir í dag undirskriftir yfir 85 þúsund Íslendinga sem krefjast hærri framlaga til heilbrigðiskerfisins. 30. apríl 2016 07:00
Kári slær Íslandsmetið í undirskriftasöfnun Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskar erfðagreiningar, á vefsíðunni Endurreisn.is er orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. 12. mars 2016 15:13